Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 35
sem skipta máli. Dómari hefur veruleg áhrif á gagnöflun bæði með afskiptum af henni og með því að afla sjálfur gagna. Sérreglur um gagnaöflun í forsjármál- um eru í 60. og 61. gr. barnalaga (bl.) svo og í 3. og 4. mgr. 34. gr. sömu laga. A. Dómari afiar sjálfur gagna 1. Sérfræðilegar álitsgerðir, sbr. 3. mgr. 60. gr. bl. 2. Umsögn bamavemdarnefndar, sbr. 3. mgr. 34. gr. bl. 3. Könnun á viðhorfi barns. Barn á í vissum tilfellum rétt á að tjá sig en um það segir nánar í 4. mgr. 34. gr. bl. a. dómari ræðir einslega við barn, sbr. 61. gr. bl. b. dómari felur sérfræðingi að ræða við barn, sbr. 4. mgr. 34. gr. bl. 4. Dómari getur kallað aðila og vitni fyrir dóminn, sbr. 3. mgr. 60. gr. bl. B. Dómari getur lagt fyrir málsaðila að afla gagna, sbr. 2. mgr. 60. gr. 1. Gögn sem dómari tiltekur, t. d. læknisvottorð, sakavottorð. 2. Skýrslur sérfróðra matsmanna, sbr. reglur laga um meðferð einkamála um dómkvadda matsmenn, sbr. 2. mgr. 60. gr. barnalaga. C. Forræði málsaðila á gagnaöflun Forræði málsaðila á gagnaöflun er í meginatriðum þannig háttað að um hana fer samkvæmt lögum um meðferð einkamála með þeim takmörkunum sem leiða af sérákvæðum barnalaga þar sem dómara er falið að hafa afskipti af gagnaöflun. Reglur þessar geta verið örðugar í framkvæmd eins og komið verður nánar að hér á eftir. D. Hlutverk dómara við gagnaöflun í greinargerð með barnalögunum frá 1992 kemur fram að fyrir gildistöku laganna hafi í framkvæmd verið mjög fátítt að leitað væri úrlausnar dómstóla í forsjárdeilum. í bamalögum nr. 20/1992 er gert ráð fyrir því að forsjármál sæti úrlausn dómstóla nema aðilar séu sammála um að fela dómsmálaráðuneytinu úrskurðarvald. Segir ennfremur í greinargerðinni með lögunum að rétt þyki að foreldrar eigi þess kost samkvæmt hinum nýju lögum að leita úrlausnar dóms- málaráðuneytisins enda væri löng hefð fyrir þeirri málsmeðferð hér á landi og ráðuneytið búi að mikilli reynslu í meðferð þessara mála. Reynsluleysi dómara í forsjárdeilum hefur því eflaust verið umhugsunarefni margra dómara og lög- manna við gildistöku laganna þann 1. júlí 1992. Ágreiningur um forsjá barns er oft afar vandasamt úrlausnarefni. Dómarar sem fá slík mál til meðferðar þurfa að hafa nokkra sérþekkingu á málefnum bama, vita hverjar þarfir þeirra em, hvaða atlæti þeim er nauðsynlegt í uppvext- inum og hvað bömum getur verið skaðlegt. Sérstaklega reynir á dómarann varðandi gagnaöflun í forsjármálum en eins og áður sagði hefur dómari veruleg afskipti af henni. Einnig þarf dómarinn að meta hvemig best verði að því staðið að gefa bami tækifæri til að tjá sig en samkvæmt 4. mgr. 34. gr. barnalaga er skylt að veita bami sem náð hefur 12 ára aldri kost á að tjá sig nema telja megi að slíkt geti haft skaðvænleg áhrif á barnið eða sé þýðingarlaust fyrir úrslit málsins. Ennfremur segir að rétt sé einnig að ræða við yngra barn eftir því sem á stendur miðað við aldur þess og þroska. 277
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.