Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 10
smiði náttúruréttarsögunnar. Aristóteles sá manninn og samfélagið í sama ljósi og önnur fyrirbæri náttúrunnar. Hann var fyrst og fremst náttúrufræðingur sem vildi brjóta hlutina til mergjar. Hann vildi rannsaka manninn: hvert er eðli mannsins, hvers þarfnast hann til þess að verða farsæll, hvað gerir hann vansæl- an, hvað gerir hann afkastamikinn. Aristóteles taldi að mannlegt eðli setti lög- unum skorður og af því mætti ráða hvernig lögin ættu að vera. Hann sagði að menn væru skynsemisverur og jafnframt félagsverur og þeir þörfnuðust hver annars. Það leiddi síðan af þessu og tilgangskenningu Aristótelesar að hlutverk laganna væri þess vegna fyrst og fremst að stuðla að góðu samfélagi. Tilgangskenning (markhyggja) Aristótelesar er í stórum dráttum á þessa leið. Eitt lykilhugtakið er eðli. Það er óumbreytanlegt, algilt og eilíft. Þetta frumeðli er í einstökum hlutum og fyrirbærum en ekki utan við þá (hlutir eru efni + form). Allir hlutir hafa hlutverk (ergon) eða tilgang (telos). Þegar við erum að tala um smíðisgripi eins og stól eða borð notum við frekar hugtakið „hlutverk“ en þegar við tölum um lífverur eða náttúrulega hluti notum við hugtakið „tilgangur“. Allir náttúrulegir hlutir hafa innra eðli og tilgangur þeirra er að þjóna þessu eðli. Þegar við hugsum um lífverur sjáum við nokkur stig á þróunarferlinum: þær fæðast, þroskast, hröma og deyja. Þroskinn er það að ná tilganginum, fullkomna eðlið. Góður hlutur er sá sem getur náð fram tilgangi sínum, rækt hlutverk sitt, hann er þá góður hlutur þeirrar tegundar sem hluturinn tilheyrir. í þessu sambandi tölum við um „ágæti“ hlutaiins (areté). Ágæti hlutarins ræðst af eðli hans, því eðli hans ræður tegundinni. Ágæti hm'fs er til dæmis að hann sé beittur. Ágæti mannsins em þeir eiginleikar sem öðmm frernur gera það líklegt að maðurinn „blómstri“, eins og sagt er, þ.e. fullkomni eðli sitt og njóti þess. Farsæld eða hamingja (evdaimo- nia) er það að njóta sín sem slík vera sem maðurinn er. Og hvert er eðli mannsins samkvæmt Aristótelesi? Eðli mannsins er að vera skynsemisvera, eða eins og við segjum: „Maðurinn er hin skyni gædda skepna“ eða „manninum er skynsemin í blóð borin“. En það er ekki bara að vera skyn- semisvera heldur lrka að vera félagsvera. „Maðurinn er félagslegt dýr“, segir Aristóteles. Hamingjan er þá fólgin í því að njóta skynsemi sinnar í félagsskap við aðra menn og í því að tileinka sér dygðuga breytni í samskiptum við aðra menn. Sá sem lifir í leit hinna æðstu sanninda kemst næst því að hafa höndlað ham- ingjuna. En til þess að þetta sé hægt þá þurfa ákveðnar aðstæður að vera fyrir hendi: efnahagsleg velmegun, frelsi til starfa, lausn undan daglegum áhyggjum, vinátta manna, öryggi o.s.frv. Flestir þessara þátta verða aðeins fundnir í samfélagi, og þegar málum samfélagsins hefur verið skipað þannig að menn fái notið sín í samræmi við takmark sitt, er lagður grundvöllur að hamingju manna. Lög eru til þess að tryggja dygðuga breytni og þar með farsæld manna.13 13 Stuðst við Sigurður Líndal, „Um stjómspeki Aristótelesar" úr ritinu Yfirlit um þróun stjóm- spekinnar, fjölritað sem handrit, aukið og endurskoðað í október 1989, Bóksala stúdenta. Einnig um hugtakið ágæti sjá Eyjólfur Kjalar Emilsson í inngangi að þýðingu rits Platons, Gorgías, Hið íslenska bókmenntafélag 1977. Einnig hef ég haft gagn af samræðum við Eyjólf Kjalar um efnið. A það við um fleiri atriði í þessari grein, einkum varðandi Grikki og Stóumenn. 252
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.