Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 53
velli sem meginréttarheimild, en voru nú rakin til almannaviljans eins og segir í 6. gr. mannréttindayfirlýsingar frönsku stjómarbyltingarinnar frá 1789 - allt vald skyldi sótt til þjóðarinnar. Hún tók við hlutverki einvaldsins. Hlutverk dómstólanna var að slá staðreyndum hvers máls föstum og meta sönnun eftir ákveðnum reglum - eða sannreyna málsatvik. Þessu næst skyldu þeir finna viðeigandi lagagrein, skýra hana á grundvelli hugrænna lögskýr- ingarsjónarmiða í því skyni að leiða í ljós vilja löggjafans - nánast beita lögum sjálfkrafa þannig að rétturinn þróaðist innan marka reglna sem settar voru sem nákvæmir vegvísar. DÓMSTÓLAR FÁ SJÁLFSTÆÐI Augljóst er að þessar þröngu skorður sem dómsvaldinu vora settar fengu ekki staðizt og við lok 18. aldar var svo komið að dómstólum á meginlandi Evrópu hafði verið veitt nokkurt frelsi frá bókstaf laganna, þannig að þeim var heimilt að skírskota til meginreglna og anda laganna. Og smám saman - einkum þegar leið á 19. öldina - óx svigrúm dómstólanna með því að í lögum var oftar en áður gripið til orða sem fólu í sér mat og virðingu, svo sem heiðarleika, réttlætis, sanngimi og annarra áþekkra, auk þess sem vísireglum fjölgaði. Fleiri lögskýr- ingarleiðir opnuðust og dómstólar beittu lögjöfnun óspart. Þannig juku þeir reglum við löggjöfina eftir því sem ný álitaefni skutu upp kollinum. Lengi var þó tregða á að viðurkenna að dómstólar ættu þátt í að setja reglur, enda reyndu dómstólar eftir föngum að dylja það með því að skírskota til gildandi réttar og teygja á lögskýringum. Við þetta rýmkaðist smám saman lagahugtakið og réttarheimildum fjölgaði.6 Þessi þróun hefur síðan haldið áfram á þessari öld með vaxandi hraða, enda er nú svo komið að almennt er viðurkennt innan vébanda þeirra réttarkerfa sem næst okkur standa að dómstólar setji þjóðfélaginu reglur ásamt löggjafanum þótt hlutur löggjafans sé tvímælalaust drýgri.7 6 Conrad: Deutsche Rechtsgeschichte II, bls. 382-86. H.J. Becker: ,,Prajudiz“. Hand- wörterbuch zur deutschen Rechtsgeschichte III, d. 1866-70. E. Kaufmann: „Richterrecht". Sama rit IV, d. 1054-57. 7 Um þetta hefur mikið verið rætt og ritað. Hér má meðal annars vísa til eftirtalinna rita: Lord Lloyd of Hampstead og M.D.A. Freeman: Lloyd's Introduction to Jurisprudence. Fimmta útgáfa. Stevens & Sons. London 1985, bls. 1120 o. áfr., eink. 1129 o. áfr. Mauro Capelletti: Tlie Judicial Process in Comparative Process. Clarendon Press. Oxford 1989, bls. 3-56. Torstein Eckhoff: „Domstolenes rettsskapende virksomhet“. Úlfljótur, tímarit laganema 37. árg. (1974), bls. 274-281. Sami: Rettskildelœre. Tanum - Nordli. Oslo 1975, bls. 176-96. Torben Jensen: „Domstolenes retsskabende, retsudfyldende og responderende virksomhed“. Ugeskrift for retsvœsen 124. árg. (1990) B, bls. 441-48. Theo Mayer-Maly: Rechtswissenschaft, 5. útg. R. Oldenburg Verlag. Múnchen Wien 1991, bls. 38-39. Helmut M. Schafer: Grundlagen des Rechts. Einfúhrung in das Rechtsdenken. R. Oldenburg Verlag. Múnchen Wien 1989, bls. 141-142. 295
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.