Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Síða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1996, Síða 21
umráðaréttar yfir því landi, sem henni ber lagaskylda til að taka til heftingar á jarð- og sandfoki eða til endurgræðslu. Slíkt skal gert með samningi eða eignar- námi. Eftir að viðkomandi landsvæði hefur á nýjan leik verið afhent, eftir atvik- um upphaflegunr eiganda, ber honum skylda til að koma í veg fyrir, að upp- blástur eða gróðureyðing hefjist á ný. Landgræðslan getur gripið til slíkra fram- kvæmda á kostnað eigandans, sinni hann ekki þeirri skyldu. í annan stað er gert ráð fyrir því að sá sem landspjöllum veldur með mannvirkjagerð eða á annan hátt, sé bótaskyldur af þeim sökum, sbr. 17. gr. laganna. Samkvæmt III. kafla þeirra er enn fremur gert ráð fyrir ákveðnu eftirlitshlutverki Landgræðslu ríkis- ins með gróðri og gróðurfari og skynsamlegri nýtingu lands með tilliti til þess. Landgræðslustjóri getur fylgt umræddum heimildum eftir með því að þvinga einstaka fasteignaeigendur til aðgerða til varnar gróðureyðingu. Ef hlutað- eigandi eigandi sinnir ekki slíkum fyrirmælum getur Landgræðslan látið fram- kvæma þær á hans kostnað.48 Að endingu skal af vettvangi landgræðslulöggjafar minnt á svokölluð land- græðslufélög, sem unnt er að binda menn skylduaðild að með þeim íþyngjandi kvöðum, sem því fylgja og gerð er grein fyrir í IV. kafla landgræðslulaga.49 4.6 Um nýtingu skóga Loks verður hér vikið að skógum og nýtingu þeirra af hálfu fasteignareig- anda. Um langa hríð hefur nýting skóga í ábataskyni ekki verið mjög raunhæfur kostur. Menn hafa þá gjarnan horft með „glýju í augum“ til þess tíma er sagnir herma að landnámsmenn hafi komið að Islandi skógi vöxnu. A þessu er mögulega að verða breyting nú á síðustu árum og nýting skóga kann þannig að verða raunhæfur kostur á ný. Á því leikur enginn vafi að nýting og ráðstöfun skóga fellur undir eignar- heimildir fasteignareiganda, með svipuðum hætti og annar jarðargróður. Því er eðlilegt að velta fyrir sér hverjum takmörkunum sú hin sama nýting sæti helstum. Þrátt fyrir fátæklega skóga á Islandi, a.m.k. síðustu aldirnar, virðast stjórnvöld lengi vel hafa haft uppi tilburði til að vernda þann skóg í víðtækri merkingu, sem hefur fyrir fundist hér á landi. Enn eru í gildi ákvæði 19., 20. og 21. kafla Landsleigubálks Jónsbókar um skóga, en skógræktarlög eru nr. 3/1955, með viðaukalögum nr. 22/1966, auk síðari breytinga.50 Ákvæði af vettvangi skógræktarlöggjafar hafa verið tekin sem dæmi um það, að löggjafinn hafi mjög víðtækar heimildir til að setja nýtingu og meðferð fasteignareiganda bótalausar takmarkanir, sem miða að varðveislu gróðurfars. 48 Sjá fyrirmæli í 18.-22. gr. landgræðslulaga. 49 Einstök ákvæði náttúruverndarlaga nr. 47/1971 korna og til athugunar í þessu sambandi og þá einkum almenn ákvæði, sem banna eða setja skorður við spillingu lands, jarðvegs og gróðurs, svo og heimild 23. gr. laganna sem heimilar friðlýsingu sérstæðra jurta. 50 Sjá nánar Gauk Jörundsson, Um eignamám, bls. 195 og áfram. 97

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.