Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Page 5

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Page 5
standi sína plikt. Dómarar koma hér lítið við sögu svo sem við mátti búast. Þeirra starf er ekki fræðimennska þótt iðulega þurfi þeir að styðjast við fræðirit. Þó er í hópnum að finna fjóra dómara og einn sem látið hefur af störfum. Er sá Ármann Snævarr sem ekki lætur deigan síga. Ekki er úr vegi að geta þess að tveir þessara dómara fengu stutt launuð námsleyfi og gáfu út hin þörfustu rit að þeim loknum. Að- gangur dómara að launuðum námsleyfum þyrfti að vera mun greiðari en nú er. Það myndi skila sér með sama hætti og hér er greint frá. Þá skal þess og sérstaklega getið að einn dómarafulltrúi gaf út námsefni í sjórétti. Þrír lögmenn koma hér við sögu og tvær lögfræðiskrifstofur að auki. Að því er útgefendur varðar er sýnilegt að Háskólaútgáfan og Bókaútgáfa Orators eiga stærstan hlut að máli. Það er vonandi að „fýsnin til fróðleiks og skrifta“ verði áfram til staðar hjá íslenskum lögfræðingum og helst þyrfti hún að aukast. Æskilegt væri að meiri áhersla væri lögð á að gefa út grundvallarrit á helstu sviðum lögfræðinnar. Það myndi styrkja fræðilegan grundvöll íslenskrar lögfræði og eins koma lögfræð- ingum að drjúgum notum í daglegum störfum. 145

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.