Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Síða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Síða 7
Samkvæmt ákvæði um gildistöku í 28. gr. laganna skal fylgt eldri reglum um uppgjör bótaskyldra slysa, er urðu fyrir 1. júlí 1993, en reglum laganna um slys er verða eftir það. Með tilkomu þessara laga varð mikil breyting á íslenskum skaðabótarétti. Lögin mæla fyrir um aðferðir til að ákveða bætur fyrir fjártjón og miska til manna, sem verða fyrir líkamstjóni. Þær reglur eru reistar á verulega breyttum grunni miðað við reglur sem áður var byggt á og höfðu að miklu leyti mótast fyrir dómvenju. Hið sama á við um bætur fyrir missi framfæranda. Setning laganna hefur af ýmsum verið nefnd bylting í bótarétti og það með nokkrum rétti. Erlend og þá fyrst og fremst dönsk áhrif réðu vafalaust nokkru um að ráðist var í setningu löggjafar á þessu sviði, en í grannlöndum okkar hafa á síðustu árum verið sett lög um ákvörðun bóta vegna líkamstjóns. í athuga- semdum, sem fylgdu frumvarpi til skaðabótalaga, er skýrt hvernig litið var til erlendra fyrirmynda við samningu þess. 2. GAGNRÝNI Á LÖGIN Ekki verður sagt, að styr hafi staðið um efni frumvarpsins meðan það sætti meðferð Alþingis. Athugasemdir komu þó fram þegar frumvarpið var til umfjöllunar hið fyrra sinn, og leiddu þær til þess að nokkrar breytingar voru gerðar áður en það var lagt fram á næsta þingi. Að öðru leyti sigldi frumvarpið tiltölulega lygnan sjó við afgreiðslu löggjafans á því. Gagnrýni kom hins vegar fram nánast strax í kjölfar lagasetningarinnar. Fimm hæstaréttarlögmenn rituðu dómsmálaráðherra bréf 5. ágúst 1993 þar sem tiltekin ákvæði laganna voru harðlega gagnrýnd. Fyrst og fremst var spjótum beint að ákvæðum 1. mgr. 6. gr. laganna, sem geymdi fyrirmæli um svokallaðan margfeldisstuðul. Samkvæmt ákvæðinu (eins og það var fram til setningar laga nr. 42/1996) skyldi reikna bætur þannig til fjárhæðar, að þær yrðu 7,5föld árslaun tjónþola, margfölduð með metnu örorkustigi, að teknu tilliti til lengdar ólifaðrar starfsævi. Héldu lögmennirnir því fram, að margfeldisstuðullinn 7,5 dygði hvergi nærri til að mæla raunverulegt fjártjón tjónþola af metinni örorku, en það hefðu fyrri útreikningsaðferðir gert. Frekari rökstuðning settu þeir fram í bréfi 30. ágúst 1993. Andsvör komu fram, en öll þessi umræða var háð á opinberum vettvangi og því óþarft að tíunda nánar þau sjónarmið, sem þar var teflt fram. Beindu lögmennirnir erindi sínu skömmu síðar einnig til allsherjar- nefndar Alþingis, sem hafði fjallað um málið á sínum tíma. 3. SKIPUN TVEGGJA NEFNDA Allsherjamefnd Alþingis lét málið til sín taka og ritaði dómsmálaráðhena bréf af því tilefni 27. janúar 1994. Þar segir, að nefndin hafi tekið hin nýju skaðabótalög til umræðu, meðal annars í kjölfar rökstuddra ábendinga nokkurra lögmanna um þörf lagabreytinga. Nefndin hafi jafnframt fengið rökstudd svör við þessum ábendingum frá þeim, sem samdi frumvarpið á sínum tíma. Fór nefndin þess á leit við ráðherra, að hann skipaði Guðmund Skaftason, fyrr- 147
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.