Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Qupperneq 10

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Qupperneq 10
Mjög mikilvægt atriði í þessu fólst jafnframt í því, að í útreikningum trygg- ingafræðings var út frá því gengið, að tjónþoli yrði fyrir hlutfallslegri skerðingu aflahæfis síns til frambúðar, sem væri jöfn metinni varanlegri, læknisfræðilegri örorku. Skerðing tekna tjónþola til loka ætlaðrar starfsævi teldist þannig verða sama hlutfall og örorkustigið segði til um. Reglur skaðabótalaga fela í sér viðleitni til að staðla og einfalda mjög aðferðir við tjónsuppgjör frá því sem áður var. I lögunum eru meðal annars festar reglur til að mæla þjáningabætur, bætur fyrir varanlegan miska og varanlega örorku. Með lögunum er jafnframt komið á fót sérstakri örorkunefnd, sem mun láta í té álit um ákvörðun á miska og örorkustigi. Er óhætt að ganga út frá því að þeim deilumálum fækki, sem leggja þarf fyrir dómstóla, með því að allar viðmiðanir verða skýrari og uppgjör bóta einfaldara en áður var. Samandregið felast helstu breytingar skaðabótalaganna í eftirtöldum fjórum atriðum: A. Tekinn er upp nýr mælikvarði, sem notaður er til þess að meta tjón fyrir varanlega örorku. Horfið er frá svokölluðu læknisfræðilegu örorkumati og tekið upp það sem kallað er fjárhagslegt örorkumat. Við fjárhagslegt örorkumat skal leitast við að meta til örorkustigs þau áhrif, sem líkamsmeiðsli hafa á hæfi slasaða til að afla tekna með vinnu sinni eftir slysið. I læknisfræðilegu örorku- mati er tiltekinn áverki almennt metinn til tiltekins örorkustigs samkvæmt örorkumatstöflu, en minna litið til þess hvort áverkinn hafi í reynd dregið úr hæfi slasaða til þess að afla sér tekna. Örorkustig samkvæmt fjárhagslegu örorkumati getur verið hærra, lægra eða jafnt og það örorkustig, sem ákvarðast af læknisfræðilegu örorkumati, því metið er út frá mismunandi sjónarmiðum. Almennt má þó ætla að tjónþolar, sem höfðu fengið metna lága (t.d. 15% og lægri) læknisfræðilega örorku samkvæmt eldri reglum, fái metna lægri fjárhagslega örorku eða jafnvel ekki neina. Meira en 75% þeirra örorkutjónsmála, sem upplýsingar liggja fyrir um (árin 1989 - 1991) eru með varanlegu örorkustigi, sem metið er 15% eða lægra. Breytingin úr læknisfræðilegu yfir í fjárhagslegt örorkumat mun því ein sér valda verulegri lækkun á heildarskaðabótum fyrir líkamstjón. Kemur skýrt fram í greinargerð með frumvarpi til skaðabótalaga að við því megi búast (bls. 3635 í A-deild Alþingistíðinda 1992 - 1993, þingskjali 596). í greinargerðinni kemur einnig fram (bls. 3627), að bótum fyrir varanlegan miska sé ætlað að koma að nokkru leyti í stað bóta metnum samkvæmt læknisfræðilegu örorkumati, þ.e. að vera greiðsla fyrir ýmsar afleiðingar líkamstjóns, sem ekki verða beinlínis taldar fjárhagslegar. Segir þar einnig, að dómaframkvæmd hér á landi bendi til þess að í bótum fyrir fjárhagslega örorku felist oft bætur fyrir ófjárhagslegt tjón. B. Þá er gerð grundvallarbreyting varðandi ákvörðun miskabóta, þ.e. fégjald fyrir ófjárhagslegt tjón. Kveða lögin á um fasta viðmiðunarfjárhæð, sem 150
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.