Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Side 13

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Side 13
kerfin saman á heildstæðan hátt er nauðsynlegt að ákvarða fjárhæð bóta fyrir miska í eldra kerfinu á sama grundvelli. Við samanburðinn var þó litið framhjá skerðingu miskabóta samkvæmt 4. gr. skaðabótalaganna vegna aldurs tjónþola enda reyndi ekki á það í þeim dæmum, sem reiknuð voru. Að öllu þessu athuguðu fékkst sú niðurstaða, að meðalörorkustigið í eldra bótakerfi hafi jafngilt um það bil 35.000 kr. í miska á verðlagi í júní 1994. í skaðabóta- lögunum eru miskabætur staðlaðar og greiðast annars vegar bætur fyrir þjáningar á tímabilinu frá því slys varð og þar til frekari bata er ekki að vænta (3. gr.) og hins vegar bætur fyrir varanlegan miska (4. gr.). Hinn varanlegi miski er metinn til stiga samkvæmt læknisfræðilegu örorkumati. Samkvæmt almennu reglunni í 4. gr. skaðabótalaga er verðmæti hvers stigs varanlegs miska á verðlagi í júní 1994 40.840 kr. (40.000 x 3351/3282) upp að 60 ára aldri hins slasaða. Sú ályktun var af þessu dregin, að miskabætur hækki nokkuð frá því sem áður var. Við samanburðinn verður þó að hafa í huga að þeim er nú meðal annars ætlað að fela í sér bætur fyrir atriði, sem áður voru bætt sem fjártjón. Ekki er því unnt að fullyrða að um raunhækkun sé að ræða. C. Þá fólst sú breyting í skaðabótalögunum að bætur frá þriðja aðila skerða bótarétt tjónþola í minna mæli en áður. Hér hafa bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar fyrst og fremst þýðingu og að einhverju leyti bótaréttur frá lífeyrissjóðum í tilvikum þar sem örorkustig er hátt. D. Fjórða meginbreytingin er sú, að í eldra bótakerfi voru bætur vegna varanlegrar örorku lækkaðar vegna skattfrelsis og eingreiðsluhagræðis. Af dómum Hæstaréttar má ráða að lækkun vegna skattfrelsis var mismunandi eftir tekjum tjónþola. í H 1992 312 er lækkunin ákveðin 25% fyrir skattfrelsi og eingreiðsluhagræði fyrir mann með meðaltekjur iðnaðarmanna. Svipuð niðurstaða er í H 1993 302. í H 1992 1845 er skerðingin innan við 15% fyrir skatthagræði hjá einstæðri móður með lágar tekjur. Þrátt fyrir ótvírætt fordæmisgildi hinna tilvitnuðu dóma er varasamt að slá því föstu að áþreifan- legar og öruggar reglur hafi verið við að styðjast varðandi þennan skerðingar- þátt. I skaðabótalögunum skerðast hinar lögákveðnu bætur ekki vegna skatt- frelsis og eingreiðsluhagræðis. 6. SAMANBURÐUR BÓTAKERFA í 7 TILBÚNUM DÆMUM FRÁ 5 LÖGMÖNNUM Lögmennirnir fimm, sem áður er getið, héldu því fram að margföldunarstuð- ullinn 7,5, sem ákveðinn var í 6. gr. skaðabótalaganna, væri fjarri því að vera nægjanlega hár til að mæla fjártjón tjónþola af metinni örorku. Töldu þeir, að margföldunarstuðullinn þyrfti að vera 11,5 - 12 til að ná að jafnaði markmiðinu 153

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.