Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Side 14

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Side 14
um að hann mældi fullar bætur. Fengu þeir Jón Erling Þorláksson trygginga- fræðing til að reikna tjón vegna varanlegrar örorku og taps á lífeyrisréttindum í 7 tilbúnum tilvikum. Gáfu þeir mismunandi forsendur um aldur tjónþola, örorkustig og mánaðartekjur, svo og mismunandi mikla lækkun vegna skatt- frelsis bótanna. Báðu þeir um útreikning annars vegar miðað við eldri venjur og hins vegar samkvæmt reglunt skaðabótalaganna. I skýrslu meirihluta nefndarinnar eru niðurstöður tryggingafræðingsins settar fram í sérstakri töflu (töflu 1, sem er sleppt hér). Reiknaði nefndin út mismun bótakerfanna samkvæmt þessum niðurstöðum. Sýndu þær að stuðull skaða- bótalaga þyrfti að vera frá 10,4 - 12,6 í þessum 7 tilbúnu dæmum til þess að jafnvægi næðist. Smávægileg breyting var síðan gerð frá þessum útreikningi trygginga- fræðingsins með því að reikna í öllum dæmunum með 6% lífeyrissjóðsframlagi samkvæmt „gömlu aðferðinni“ og reikna jafnframt með jafnháu lífeyrissjóðs- framlagi samkvæmt skaðabótalögunum, enda ber samkvæmt skýringum með lagafrumvarpinu að telja lífeyrissjóðsframlag með árslaunum. Hafði trygginga- fræðingurinn reiknað með 4% framlagi í gömlu aðferðinni, en engu samkvæmt skaðabótalögunum. Um þetta var gerð ný tafla í skýrslu meirihlutans (tafla 2. Ekki tekin hér með). Samkvæmt henni þurfi margfeldisstuðullinn að vera 10,0 - 12,3 til að jafnvægi næðist. Lögð var rík áhersla á fyrirvara um þennan samanburð. Gengið sé út frá sama örorkustigi í báðum kerfum, þótt hið eldra byggist á læknisfræðilegu örorku- mati en það yngra á fjárhagslegu örorkumati. Þá væri álitamál, hvaða lækkunar- hlutfall ætti að nota í eldra kerfi vegna skattfrelsis bóta. Með tilliti til þeirra dómafordæma, sem áður voru rakin, töldum við að það ífádráttarhlutfall, sem lögmennirnir gáfu í forsendum sínum (sjá töflu nr. 3), væri að minnsta kosti nógu hátt. Enn var þar undirstrikað, að samanburðurinn væri einungis á bótum fyrir fjártjón miðað við gefið örorkustig, en væri ekki samanburður á heildar- bótagreiðslum samkvæmt bótakerfunum. Vegna orðalags í erindisbréfi til nefndarinnar um að hún legði rökstutt mat á það hvort margfeldisstuðull 1. mgr. 6. gr. laganna leiddi til þess að fullar bætur fengjust fyrir fjárhagslegt tjón var í niðurlagi umfjöllunar um það atriði fjallað sérstaklega um vaxtaforsendur í tjónsútreikningnum. Það er skilgreiningar- atriði, háð mörgum forsendum, hvað teljist „fullar bætur“ fyrir fjártjón. Telja verður, að „fullar bætur“ sé greiðsla, sem bæti upp sennilega vinnutekjuskerð- ingu slasaða það sem eftir er starfsævinnar, að teknu tilliti til áhrifa þess hagræðis, sem slasaði kann að vera látinn njóta vegna örorkunnar. Þær skoðanir voru látnar í ljós, að sú 6% afvöxtun framtíðartekna, sem beitt hafi verið í slrkum útreikningum í eldra bótakerfi væri of há. Sú spuming væri því réttmæt, hvort eldra bótakerfi mældi tjónþolum því í raun „fullar bætur“. Þessum kafla í umfjöllun nefndarinnar verður hér að öðru leyti sleppt, enda breyttust forsendur við dóm Hæstaréttar 30. mars 1995 í málinu nr. 429/1992. 154

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.