Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Qupperneq 19
(töflunum) miðað við örorkustig. Hins vegar skildu leiðir um það hvernig meta
ætti þær miðað við örorkustig í nýja kerfinu. Minnihlutinn taldi eftir athugun á
17 hæstaréttardómum frá 1988 - 1993 að verulegt tölfræðilegt samband væri
milli örorkustigs og miskabóta í neðri hluta örorkustigans með frávikum þó. I
12 dómanna var örorkan metin á bilinu 5% - 30% og í einu tilviki 50%. I 11
þeirra kemur fram, að séu bætur tengdar örorkustigi er fjárhæðin 10 þús. kr. á
hvert stig eða lægri. I tveimur dómunum eru dæmdar hærri bætur miðað við
örorkustig eða 20 þús. í öðru og 24 þús. í hinu. Attu þar hlut að máli ungar
konur, sem höfðu hlotið andlitslýti. Um stærstu slysin, 75 - 100% örorku, væri
erfiðara að álykta en bætur mældar eftir örorkustigum námu kr. 12 þús., kr. 15
þús. og kr. 20 þús. á hvert stig. Séu bomar saman dæmdar miskabætur í 3
síðustu málunum (örorka 10 - 20%) uppkveðnum í apríl og maí 1993, rétt fyrir
gildistöku nýju laganna hefðu þær verið 4 sinnum hærri miðað við 4. gr.
skaðabótalaganna. Sé það nálægt meðalhækkun allra dæmdra miskabóta í
áðurgreindum 17 dómum eftir reglum nýju laganna. Ef sérstaklega er litið til
síðustu þriggja hæstaréttardómanna sem kveðnir vom upp fyrir gildistöku nýju
skaðabótalaganna, í apríl og maí 1993, svara miskabætur í þeim öllum til kr. 10
þús. á örorkustig. Ef miskafjárhæðir dómanna em framreiknaðar með lánskjara-
vísitölu frá tjónsdegi til uppkvaðningar dóms nema þær vegna yngsta tjónsins
(frá 12.2.1988) kr. 16.751, og í hinum kr. 19.058 og kr. 23.495, hækkandi eftir
því sem tjónin vom eldri. En þessa dóma telur minnihlutinn skýra best dóma-
framkvæmdina miðað við örorkustig tjónþola í þessum málum.
Minnihlutinn taldi að hér þyrfti að minnast þess að miskabótakrafan var ekki
verðtryggð krafa. Það var fyrst með 15. gr. skaðabótalaga að mælt var fyrir um
verðtryggingu hennar. Því vom ekki dæmdar á hana verðbætur heldur vextir.
Breytingar á vaxtaákvörðunum á hverjum tíma giltu fram fyrir sig og því með
öllu óvíst hvemig samræmi yrði milli þeirra og verðbreytinganna. Hvorki að
lögum né framkvæmd var neitt beint eða sjálfvirkt samband milli hins svo-
nefnda verðbótaþáttar vaxta og lánskjaravísitölunnar. Þessu til frekari skýringa
fylgdu útreikningar á nokkmm dómum, annars vegar var reiknað miðað við
dæmda vexti og hins vegar með verðbótum samkvæmt lánskjaravísitölu. Sýnir
þessi útreikningur að dæmdir vextir hrökkva sem næst að hálfu móti vísitölu-
hækkuninni. Miðað var í útreikningnum við tjónsdag og hins vegar uppkvaðn-
ingu dóms, en þessi tímamörk afmarka dómvenjuna, en síðari atburðir svo sem
verðlagsþróun og o.þ.h. eru utan ramma hennar. Dráttarvextir skipta hér ekki
máli þar sem þeir em afleiðing vanefnda.
Vegna framangreinds áleit minnihlutinn, að framreikningur miskabótakröf-
unnar með lánskjaravísitölu frá verðmæti hennar á slysdegi ekki eiga við, með
því að krafan hafi ekki verið verðtryggð. Með því að nota verðbótaákvæði eftir
lánskjaravísitölu, sbr. 15. gr. skaðabótalaganna, á eldra kerfið væri verið að
eyða samanburðargrandvellinum milli kerfanna um þetta atriði. En spurning
allsherjarnefndar laut að samanburði milli þeirra á gmndvelli dómvenjunnar.
Niðurstaða minnihluta nefndarinnar varð því sú, að hann taldi samanburðinn
159