Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 20
ekki gefa tilefni til að breyta nýsettum skaðabótalögum að svo stöddu. Skyn- samlegt væri að hyggja að breytingum þegar komin væri reynsla á hinar nýju reglur, en skaðabótareglur hafa þróast á löngum tíma. Umræðan um skaða- bótalögin hafi ekki orðið eins frjó og efni stóðu til. Valdi því m.a. að ávallt hafi verið spurt um samanburð milli hins nýja og gamla kerfis. Þessi samanburður sé þó ekki gerlegur nema sem mjög gróf leiðbeining. Einstök atriði hafi verið tekin út úr og slitin úr samhengi og sett fram sem aðalatriði. Með nýju skaða- bótalögunum voru valdir nýir mælikvarðar, ný skilgreining á hugtakinu „fullar bætur“. í stað læknisfræðilegrar örorku er sett fjárhagsleg örorka, bætur fyrir miska stórhækkaðar, litið er framhjá greiðslum frá þriðja aðila að mestu varð- andi bætur fyrir miska og varanlegt fjártjón og verðtryggingu bóta komið á. Spurningin sé því fyrst og fremst sú að sjá hvort hið nýja kerfi svari til þeirra félagslegu krafna sem gerðar eru og hvernig þeim sé háttað í samhengi við þau önnur bótaúrræði sem þjóðfélagið býður upp á. En líta verði heildstætt á öll þessi bótaúrræði. 10. UM BREYTINGU Á 1. ML. 2. MGR. 8. GR. SKAÐABÓTALAGA I niðurlagi skýrslu meirihlutans var vikið að bótarétti barna og tjónþola, sem að verulegu leyti nýta vinnugetu sína þannig að þeir hafa engar eða tak- markaðar vinnutekjur. Þessir aðilar falla undir 8. gr. laganna, en þar var ákvæði sem sagði, að þegar miskastig er minna en 15% greiðist engar örorkubætur. Nefndin var öll sammála um að leggja til þá breytingu, að þessi „þröskuldur“ yrði lækkaður og miðað við 10% örorku. Um þetta atriði vísast að öðru leyti til skýrslu síðari nefndarinnar, þar sem sama atriði var að nýju til umfjöllunar. (Síðari hluti þessarar greinar birtist í næsta hefti tímaritsins, þ.e. 4. hefti 1997) 160
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.