Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Page 23

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Page 23
verður getið um helstu sérreglur sem gilda um meðferð forsjármála en að öðru leyti verður fjallað um málsmeðferðarreglur við rekstur forsjármála eftir því sem aðstæður leyfa og tilefni gefst til í umfjölluninni um efnið hér á eftir. 2. HELSTU SÉRREGLUR UM MÁLSMEÐFERÐ SAMKVÆMT BARNALÖGUM í 58. gr. barnalaga kemur fram að um rekstur dómsmála um forsjá bama fari að hætti einkamála nema um frávik sé mælt í lögum. Helstu sérreglur um málsmeðferð koma fram í VI. og VIII. kafla laganna en málsmeðferðarreglur í VI. kafla gilda einnig um mál sem til úrlausnar em í dómsmálaráðuneytinu. I IX. kafla eru þar að auki reglur um meðferð og úrlausn stjómvalda á málum samkvæmt barnalögum. Og í X. kafla em reglur um fullnustu forsjárákvarðana. Rétt er að greina frá þvi hér hverjar þessar sérreglur em. 2.1 Málsmeðferðarreglur í VI. kafla barnalaga Málsmeðferðarreglur sem fram koma í þessum kafla laganna gilda um mál sem rekin eru fyrir dómstólum eða í dómsmálaráðuneyti. Samkvæmt 2. mgr. 32. gr. laganna skal ávallt skipa forsjá bams við skilnað foreldra að borði og sæng og við lögskilnað, svo og við slit óvígðrar sambúðar foreldra en í 4. mgr. sömu lagagreinar segir að rísi ágreiningur um forsjá barns við slit hjúskapar eða við sambúðarslit giftra eða ógiftra foreldra fari um það mál eftir því sem kveðið er á um í 34. gr. í þeirri lagagrein segir m.a: að dómsmálaráðuneytið skeri úr ágreiningi um forsjá ef aðilar em sammála um að fela ráðuneytinu úrskurðarvald, annars dómstóll að hraða skuli meðferð forsjármála að dómsmálaráðuneytið skuli að jafnaði leita umsagnar barnavemdarnefndar áður en forsjármáli er ráðið til lykta en dómari leiti umsagnar barnaverndar- nefndar ef hann telji þörf á því að veita skuli bami sem náð hefur 12 ára aldri kost á að tjá sig um forsjármál nema telja megi að slíkt geti haft skaðvænleg áhrif á bamið eða sé þýðingarlaust fyrir úrslit málsins en rétt sé einnig að ræða við yngra bam eftir því sem á standi miðað við aldur þess og þroska. Dómstóll eða dómsmálaráðuneyti geti falið sér- fróðum manni eða mönnum að kynna sér viðhorf barnsins og gefa skýrslu um það að skipa megi barni talsmann til að gæta hagsmuna þess við úrlausn for- sjármáls ef sérstök þörf er á því. í 35. gr. eru reglur um meðferð mála þegar þess er krafist að samningi um forsjá eða úrlausn dómstóls eða dómsmálaráðuneytis um forsjá verði breytt. Ur slíku máli er leyst fyrir dómstólum. í 36. gr. er fjallað um bráðabirgðaúrlausn um forsjá, í 37. og 38. gr. um meðferð umgengnisréttarmála og í 39. gr. eru reglur um bann við því að farið verði með barn úr landi. Loks segir í 40. gr. að ekki megi flytjast með bam úr landi þegar hitt foreldrið 163

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.