Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 24
á umgengnisrétt við barnið nerna því sé veitt færi á að tjá sig um rnálið og þar á meðal bera málið undir sýslumann. 2.2 Málsmeðferðarreglur í VIII. kafla barnalaga I 1. mgr. 56. gr. barnalaga segir hvenær unnt sé að höfða dómsmál hér á landi vegna ágreinings um forsjá barns en það er ef: a. stefndi er búsettur hér á landi, b. barn eða börn sem málið varðar eru búsett hér á landi, c. stefnandi er íslenskur ríkisborgari og leitt er í ljós að hann geti ekki vegna ríkisfangs síns höfðað mál í því landi sem hann býr eða þar sem stefndi eða börn búa, d. báðir foreldrar eru íslenskir rrkisborgarar og stefndi lýsir sig eigi andvígan því að mál sé höfðað hér á landi. Samkvæmt 2. mgr. sömu lagagreinar ganga ákvæði milliríkjasamninga sem ísland er aðili að þó framar 1. mgr. I 3. mgr. sömu lagagreinar er sérákvæði varðandi lögsögu þegar ágreiningur um forsjá er hluti af hjúskaparmáli en þá gilda reglur samkvæmt hjúskapar- lögum um lögsögu og varnarþing. Um forsjárþáttinn skuli gæta lagaákvæða VIII. kafla barnalaga. Þá er einnig sérregla í 4. mgr. 56. gr. barnalaga en sam- kvæmt henni getur íslenskur dómstóll, ef alveg sérstaklega stendur á, leyst úr kröfu um forsjárskipan til bráðabirgða ef stefndi eða bamið dvelst hér á landi. Samkvæmt 1. mgr. 57. gr. laganna skal höfða mál á heimilisvamarþingi barns eða á heimilisvamarþingi stefnda að öðmm kosti. Ef hvomgt þeirra á heimilis- vamarþing hér á landi má höfða mál á heimilisvamarþingi stefnanda. Ef ekki er til að dreifa vamarþingi samkvæmt ofangreindu skal höfða mál fyrir dómstóli sem dómsmálaráðuneytið kveður á um. I 1. mgr. 59. gr. segir að dómari leiti um sættir í forsjárdeilum og í 2. mgr. að dómari geti ákveðið að sáttatilraun í stofnun um fjölskylduráðgjöf komi í stað sátta samkvæmt 1. mgr. að nokkm eða öllu. I 60. og 61. gr. er fjallað um sönnunargögn í forsjármálum sem rekin era fyrir dómstólum. Þar kemur m.a. fram að dómari hefur afskipti af gagnaöflun málsaðila og hann getur einnig sjálfur aflað gagna.1 Samkvæmt 1. mgr. 62. gr. geta aðilar gert nýjar dómkröfur og flutt fram nýjar málsástæður og ný andmæli allt til þess að mál er flutt, enda þarf ekki að leita sátta að nýju vegna nýrra dómkrafna nema dómari telji ástæðu til þess og samkvæmt 2. mgr. sömu lagagreinar er dómari ekki bundinn af kröfum aðila og málsástæðum í forsjárdeilum. I 63. gr. segir að forsjármál skuli sótt og varin og aðilar og vitni spurð fyrir luktum dymm nema dómari ákveði öðmvísi með samþykki aðila. I 64. gr. segir að ekki megi án leyfis dómara birta almenningi á nokkurn hátt 1 Fjallað er um efni þessara lagagreina í ritinu Gagnaöflun í forsjármálum eftir Sigríði Ingvarsdóttur. 164
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.