Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Page 27

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Page 27
ágreiningi um forsjá með dómi eða úrlausn dómsmálaráðuneytis. Sama á við ef aðrir en foreldrar deila um forsjá bams eins og gert er ráð fyrir í 31. gr. bamalaga en slfk tilvik geta komið upp þegar foreldri sem fer með forsjá barns andast. Getur þá komið til þess að öðrum en hinu eftirlifandi foreldri verði falin forsjá barnsins, alfarið eða til bráðabirgða, en réttarfarsúrræðin eru þau sömu og ef um foreldri væri að ræða. Undir rekstri forsjármáls geta báðir foreldrar farið fram á forsjá barns til bráðabirgða. Það foreldri sem barnið býr hjá gerir það í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að hitt foreldrið geti tekið bamið til sín en foreldrið sem bamið býr ekki hjá í þeim tilgangi að fá bamið til sín.3 Úrlausn um forsjá barns til bráðabirgða verður síðan á annan hvom veginn þannig að staðfest er það fyrir- komulag sem fyrir hendi er eða fyrirkomulaginu um forsjá bamsins er breytt. í báðum tilvikum verður úrlausnin að vera byggð á því að það fyrirkomulag sem ákveðið er sé barninu fyrir bestu. Rétt er að minna á að ekki er heimilt að fela foreldmm að fara sameiginlega með forsjá bams til bráðabirgða enda er almenna reglan sú að eigi verður mælt fyrir um sameiginlega forsjá bams, nema foreldrar séu sammála um þá skipan, sbr. 2. mgr. 34. gr. barnalaga. Væntanlega kemur ekki til þess að dómstóll eða dómsmálaráðuneyti kveði á um forsjá barns til bráðabirgða nema fram komi krafa um það frá foreldrum, öðru eða báðum. Þetta er þó ekki alveg skýrt en í lagaákvæðinu er ekki tekið fram að þessu úrræði skuli aðeins beitt ef krafa hefur komið fram um það. Einnig má í þessu sambandi minna á að dómari er ekki bundinn af kröfum aðila, sbr. 2. mgr. 62. gr. bamalaga. Meginreglan hlýtur þó að vera sú að þessu úrræði verður ekki beitt nema fram komi krafa um að það verði gert. Verður fjallað nánar um þetta álitaefni hér á eftir og önnur atriði er það snerta. Af 36. gr. bamalaga virðist ljóst að ekki er unnt að kveða á um forsjá barns til bráðabirgða nema undir rekstri forsjármáls. Mál þarf því að vera höfðað eða til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu til að hægt sé að fá úrlausn á því hvort foreldrið skuli fara með forsjá bams til bráðabirgða.4 Þó er unnt samkvæmt 4. mgr. 56. gr. laganna að fá úrlausn dómstóls hér á landi um forsjá barns til 3 í einstaka tilfellum getur raunveruleg ástæða fyrir þvf að ágreiningur er um forsjá til bráðabirgða verið sú að vandamál hafa risið varðandi umgengni. Foreldri sem ekki fær umgengni við bamið vegna andstöðu þess foreldris sem bamið býr hjá getur af þeirri ástæðu farið fram á forsjá bamsins til bráðabirgða. Þetta kemur stundum fram í rökstuðningi fyrir kröfu um bráðabirgðaforsjá. í öðmm tilfellum hafa verið sett fram þau rök fyrir kröfu um forsjá bams til bráðabirgða að brýnt sé að ganga frá forsjá bams með formlegum hætti þar sem hitt foreldrið hafi hvorki sinnt framfærsluskyldu sinni við bamið né fengist til að ganga frá eða ræða skilmála vegna hjónaskilnaðar málsaðila. 4 Rétt er þó að vekja athygli á því að einhver tími getur liðið frá því að mál er höfðað með birtingu stefnu þar til það verður þingfest. Þess vegna er hugsanlegt að mál um bráða- birgðaforsjá verði rekið fyrir dómi áður en forsjármálið kemur þangað til meðferðar, þ.e. áður en forsjármálið er þingfest. 167

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.