Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Qupperneq 28

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Qupperneq 28
bráðabirgða ef stefndi eða bamið sem um ræðir dvelst hér ef alveg sérstaklega stendur á. Þetta lagaákvæði á væntanlega við þegar forsjármál er til meðferðar í öðru ríki. I athugasemdum með þessu lagaákvæði kemur fram að það eigi einkum við ef talið væri að velferð barnsins væri stefnt í voða, ef ekki væri unnt að leysa úr kröfu um forsjá þess hér á landi.5 Þegar öðru foreldrinu hefur verið falin forsjá barns til bráðabirgða samkvæmt 36. gr. barnalaga fer það foreldri með forsjána í samræmi við 29. gr. laganna. Alla jafnan verður að gera ráð fyrir að það fyrirkomulag gildi þar til leyst hefur verið úr forsjárdeilunni með dómi eða úrskurði dómsmála- ráðuneytisins. I undantekningartilfellum er þó gert ráð fyrir því að ákvörðun um forsjá til bráðabirgða megi breyta vegna verulega breyttra aðstæðna eins og fram kemur í 36. gr. Ennfremur er rétt að geta þess að ekki er endilega sjálfgefið að ákvörðun um bráðabirgðaforsjá falli niður þegar dómur hefur verið kveðinn upp í forsjármálinu. Þeim dómi kynni að vera áfrýjað eða áfrýjunarfrestur ekki liðinn sem kæmi venjulega í veg fyrir að unnt væri að fullnægja honum. Ekki er ljóst af lögunum hvernig með þetta úrlausnarefni verður farið. Því verður þó haldið fram hér að hafi máli verið áfrýjað, geti Hæstiréttur ákveðið samkvæmt 36. gr. barnalaga hvort foreldrið skuli fara með forsjá barnsins til bráðabirgða, þ.e. þar til dómur Hæstaréttar liggur fyrir. í þessu sambandi er fróðlegt að skoða dóm Hæstaréttar frá 14. júní 1994, sbr. H 1994 1389. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp þann 18. maí 1994 var móður falin forsjá barns. Barnið hafði búið hjá föður sínum en móðirin fór fram á að fá forsjá barnsins með aðfarargerð á grundvelli héraðsdómsins samkvæmt 75. gr. barnalaga. Dóminum hafði verið áfrýjað þegar innsetningarbeiðnin var til meðferðar fyrir héraðsdómi. Héraðsdómari féllst á innsetningarbeiðnina með úrskurði þann 26. maí 1994 og fékk móðirin barnið í hendur með aðfarargerð þann 31. maí sama ár. Þeim úrskurði var skotið til Hæstaréttar með kæru dagsettri 2. júní sama ár og var þess krafist að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi og synjað aðfarar. I dómi Hæstaréttar frá 14. júní 1994 segir að þar sem áfrýjunarstefna í málinu hafði verið gefin út þegar aðfararbeiðnin var tekin fyrir hafi héraðsdómari átt að fresta málinu með úrskurði uns forræðisdeila málsaðila væri til lykta leidd fyrir æðra dómi. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að þrátt fyrir annmarka á meðferð málsins fyrir héraðsdómi væri ekki rétt að raska högum bamsins frekar á meðan forræðismálið sætti áfrýjun þar sem móðirin hafði þá þegar fengið umráð bamsins með aðfarargerðinni. Meðferð málsins hafði þannig leitt til þess að móðirin fór í raun með forsjá barnsins til bráðabirgða, þ.e. frá því hún fékk umráð barnsins með aðfarargerðinni þar til dómur Hæstaréttar í forsjárdeilunni lá fyrir. Hér má draga þá ályktun að hefði komið fram krafa frá móðurinni um forsjá bamsins til 5 Alþingistíðindi A 1991-1992 bls. 1179. 168
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.