Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Side 30

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Side 30
tilfellum þegar slík krafa hefur komið fram.8 Er því rétt að nota aðrar viðmiðanir þegar ákveðið er hvort beita eigi þessu úrræði. í fyrsta lagi verður að hafa í huga þá meginreglu sem fram kemur í 1. mgr. 34. gr. barnalaga að hraða ber meðferð forsjármála. Rekstur máls um forsjá barns til bráðabirgða tefur óhjákvæmilega alla meðferð málsins. Þess vegna er eðlilegt að ætla að fyrir því verði að vera haldbær rök ef krefja á dómstól eða ráðuneyti um úrlausn á því hvort foreldrið skuli fara með forsjá barns til bráðabirgða. Rétt er að nefna hér t.d. þau rök að foreldri sem barnið býr hjá getur haft ástæðu til að óttast að hitt foreldrið virði ekki þá tilhögun og taki barnið til sín án samráðs við sig en ef til þess kemur getur það valdið baminu ótilhlýðilegri röskun. Annað dæmi um réttmætt tilefni þess að krafist er bráðabirgðaforsjár er þegar foreldrið sem bamið býr ekki hjá færir fyrir því haldbær rök að það stríði gegn hagsmunum bamsins að búa hjá hinu foreldrinu á þeim tíma sem forsjármálið er til úrlausnar. I öðm lagi má nefna að fram kemur í athugasemdum með frumvarpi til barnalaga að endanleg úrlausn forsjármáls geti tekið alllangan tíma, þótt hraða beri úrlausn eftir föngum. Því geti borið brýna nauðsyn til að skipa máli til bráðabirgða með ákvörðun þess sem fer með málið.9 Af þessu mætti hugsanlega gagnálykta þannig að ástæðulaust sé að kveða á um forsjá bams til bráðabirgða ef endanlegrar úrlausnar á forsjárdeilunni er að vænta innan skamms tíma, jafnvel þótt krafa hafi komið fram um forsjá barns til bráða- birgða. Hafa verður þó í huga að aðstæður geta verið slíkar að brýnt sé að fá 8 Dæmi er um að dómari hafi synjað að kveða á um að annað foreldrið færi með forsjá barns til bráðabirgða. Þann 30. mars 1994 var kveðinn upp úrskurður í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli nr. B- 2/1994 þar sem kröfum málsaðila var hafnað um forsjá bams þeirra til bráðabirgða með þeim rökum að skilyrði 36. gr. barnalaga þættu ekki vera fyrir hendi. Forsjármál hafði verið þingfest þann 18. janúar sama ár og var af hálfu stefnanda talið að forsendur fyrir sameigin- legri forsjá sem samkomulag hafði verið um væru brostnar þar sem ekki væri fyrir hendi nauðsynleg samstaða málsaðila varðandi hana. f úrskurðinum kemur fram að eðlilegt þætti að samningur málsaðila frá 16. mars 1993 um sameiginlega forsjá barnsins stæði óhaggaður þar til endanleg niðurstaða lægi fyrir í málinu þar sem ekkert hafði komið fram sem mælti eindregið til þess að forsjá til bráðabirgða verði hjá öðru foreldri frekar en hinu. Dómurinn taldi ekki rétt án undangengins faglegs mats sérfróðra aðila að taka afstöðu til deiluefnisins. Niðurstaða dómsins varð sú að hafnað var kröfum málsaðila um bráðabirgðaforsjá og lagt fyrir þá að halda þeirri skipan sem verið hafði samkvæmt fyrrgreindu samkomulagi þar til endanlegur dóntur gengi í forsjárdeilunni. Telja verður þessa niðurstöðu vafasama þegar höfð eru í huga ákvæði 2. mgr. 34. gr. bamalaga en þar segir að ekki verði mælt fyrir um sameiginlega forsjá bams nema foreldrar séu sammála urn þá skipan og 2. mgr. 35. gr. s.l. þar sem segir að foreldrar sem fari sameiginlega með forsjá barns samkvæmt samningi geti hvenær sem er krafist þess að hann verði felldur úr gildi og er í því sambandi m.a. vísað til 36. gr. laganna. 9 Alþingistíðindi A 1991-1992 bls. 1172. 170

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.