Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Síða 32
Um rekstur málsins er varðar bráðabirgðaforsjá fer að mestu eftir almennum
reglum. Helstu reglur í þeim efnum eru þessar:
Skylt að veita gagnaðila kost á að taka afstöðu til kröfunnar samkvæmt 71.
gr. barnalaga en þar segir að aðilar skuli eiga þess kost að tjá sig um mál áður
en ákvörðun er tekin og geti stjórnvald sett þeim ákveðinn frest til þess.
Sambærileg regla kemur einnig fram í 13. og 14. gr. stjórnsýslulaga. í dóms-
málum er varnaraðila veittur kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri,
oftast með því að hann leggur fram greinargerð en stundum leggur hann einnig
sjálfur fram sérstaka beiðni um að honum verði falin forsjá bams til bráða-
birgða. Skriflegar aðilaskýrslur eru oft lagðar fram í málum þessum og yfirleitt
er málsaðilum gefinn kostur á að gefa munnlegar skýrslur fyrir dómi.
Afstaða gagnaðila í málinu getur verið eftirfarandi:
I fyrsta lagi að hann mætir ekki í þinghöldum í málinu eða hann svarar ekki
tilmælum um að hann lýsi sjónarmiðum sínum fyrir úrlausnaraðila en með því
tekur hann enga afstöð til kröfu sóknaraðila um bráðabirgðaforsjá,
í öðru lagi að hann mótmælir því að sóknaraðila verði falin forsjá bamsins til
bráðabirgða. Þannig getur krafa hans í raun verið sú að málsaðilar fari áfram
sameiginlega með forsjá bamsins þar til leyst hefur verið úr forsjárdeilunni
og í þriðja lagi að hann krefst sjálfur forsjár barnsins til bráðabirgða.
I flestum þessum tilvikum myndi dómurinn eða dómsmálaráðuneytið kveða
upp úrskurð um bráðabirgðaforsjá.
Undir rekstri málsins þarf að taka ákvörðun um gagnaöflun, annað hvort um
að hún skuli fara fram og þá hvernig eða að hennar sé ekki þörf. Um gagnaöflun
verður fjallað í kafla 7 hér á eftir.
Málsaðilar eiga rétt á að kynna sér gögn sem aflað er samkvæmt 1. mgr. 70.
gr. barnalaga, stjómsýslulögum og almennum réttarfarsreglum með þeim
undantekningum sem þar koma fram. Heimilt er ennfremur að takmarka
aðgang málsaðila að gögnum er veita upplýsingar um afstöðu bams ef hags-
munir barnsins krefjast þess, sbr. 2. mgr. 70. gr. barnalaga. Dómari getur
ákveðið að öðmm málsaðila eða báðum sé óheimilt að vera viðstaddur er
viðhorf barns er kannað en kynna skal aðilum hvað fram hefur komið um
afstöðu barns áður en mál er flutt nema slíkt þyki varhugavert vegna hagsmuna
barnsins, sbr. 61. gr. bamalaga.
Samkvæmt almennum réttarfarsreglum fer fram munnlegur málflutningur
fyrir dómi í málum þar sem sótt er þing af hálfu málsaðila nema málsaðilar falli
frá því. Samkvæmt 1. mgr. 18. gr. stjórnsýslulaga er stjórnvaldi heimilt að setja
málsaðila ákveðinn frest til þess að kynna sér gögn og tjá sig um málið, sbr.
einnig 71. gr. barnalaga. Aðili getur að öðrum kosti á hvaða stigi málsmeðferðar
sem er krafist þess að afgreiðslu máls sé frestað uns honum hefur gefist tími til
þess að kynna sér gögn og gera grein fyrir afstöðu sinni, sbr. 2. mgr. sömu
lagagreinar.
Málinu lýkur með því að kveðinn er upp úrskurður samkvæmt almennum
réttarfarsreglum ef um dómsmál er að ræða en samkvæmt 72. gr. barnalaga
172