Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 32
Um rekstur málsins er varðar bráðabirgðaforsjá fer að mestu eftir almennum reglum. Helstu reglur í þeim efnum eru þessar: Skylt að veita gagnaðila kost á að taka afstöðu til kröfunnar samkvæmt 71. gr. barnalaga en þar segir að aðilar skuli eiga þess kost að tjá sig um mál áður en ákvörðun er tekin og geti stjórnvald sett þeim ákveðinn frest til þess. Sambærileg regla kemur einnig fram í 13. og 14. gr. stjórnsýslulaga. í dóms- málum er varnaraðila veittur kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, oftast með því að hann leggur fram greinargerð en stundum leggur hann einnig sjálfur fram sérstaka beiðni um að honum verði falin forsjá bams til bráða- birgða. Skriflegar aðilaskýrslur eru oft lagðar fram í málum þessum og yfirleitt er málsaðilum gefinn kostur á að gefa munnlegar skýrslur fyrir dómi. Afstaða gagnaðila í málinu getur verið eftirfarandi: I fyrsta lagi að hann mætir ekki í þinghöldum í málinu eða hann svarar ekki tilmælum um að hann lýsi sjónarmiðum sínum fyrir úrlausnaraðila en með því tekur hann enga afstöð til kröfu sóknaraðila um bráðabirgðaforsjá, í öðru lagi að hann mótmælir því að sóknaraðila verði falin forsjá bamsins til bráðabirgða. Þannig getur krafa hans í raun verið sú að málsaðilar fari áfram sameiginlega með forsjá bamsins þar til leyst hefur verið úr forsjárdeilunni og í þriðja lagi að hann krefst sjálfur forsjár barnsins til bráðabirgða. I flestum þessum tilvikum myndi dómurinn eða dómsmálaráðuneytið kveða upp úrskurð um bráðabirgðaforsjá. Undir rekstri málsins þarf að taka ákvörðun um gagnaöflun, annað hvort um að hún skuli fara fram og þá hvernig eða að hennar sé ekki þörf. Um gagnaöflun verður fjallað í kafla 7 hér á eftir. Málsaðilar eiga rétt á að kynna sér gögn sem aflað er samkvæmt 1. mgr. 70. gr. barnalaga, stjómsýslulögum og almennum réttarfarsreglum með þeim undantekningum sem þar koma fram. Heimilt er ennfremur að takmarka aðgang málsaðila að gögnum er veita upplýsingar um afstöðu bams ef hags- munir barnsins krefjast þess, sbr. 2. mgr. 70. gr. barnalaga. Dómari getur ákveðið að öðmm málsaðila eða báðum sé óheimilt að vera viðstaddur er viðhorf barns er kannað en kynna skal aðilum hvað fram hefur komið um afstöðu barns áður en mál er flutt nema slíkt þyki varhugavert vegna hagsmuna barnsins, sbr. 61. gr. bamalaga. Samkvæmt almennum réttarfarsreglum fer fram munnlegur málflutningur fyrir dómi í málum þar sem sótt er þing af hálfu málsaðila nema málsaðilar falli frá því. Samkvæmt 1. mgr. 18. gr. stjórnsýslulaga er stjórnvaldi heimilt að setja málsaðila ákveðinn frest til þess að kynna sér gögn og tjá sig um málið, sbr. einnig 71. gr. barnalaga. Aðili getur að öðrum kosti á hvaða stigi málsmeðferðar sem er krafist þess að afgreiðslu máls sé frestað uns honum hefur gefist tími til þess að kynna sér gögn og gera grein fyrir afstöðu sinni, sbr. 2. mgr. sömu lagagreinar. Málinu lýkur með því að kveðinn er upp úrskurður samkvæmt almennum réttarfarsreglum ef um dómsmál er að ræða en samkvæmt 72. gr. barnalaga 172
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.