Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Page 38

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Page 38
er unnt að beita því úrræði að kalla til sérfróða meðdómsmenn í málum sem leyst er úr í dómsmálaráðuneytinu. Helstu spumingar sem vakna varðandi gagnaöflun í málum þar sem deilt er um forsjá bams til bráðabirgða em þær hvort afla eigi sérstakra gagna undir rekstri málsins og þá hverra. Oft liggja fyrir gögn sem þegar hefur verið aflað vegna forsjármálsins og eru þau þá annað hvort til staðar eða þau eru lögð fram sérstaklega í málinu sem rekið er um bráðabirgðaforsjána. Ef fyrirliggjandi gögn eru fullnægjandi er ekki þörf á frekari gagnaöflun. Þetta er í samræmi við almennu regluna sem talin er gilda um gagnaöflun í forsjármálum, en reglan er sú að ekki sé rétt að afla frekari gagna ef fyrirliggjandi gögn em nægjanleg til að unnt sé að leysa úr forsjárdeilunni.19 Þegar t.d. fyrir liggur að breyting á forsjá barns undir rekstri forsjármáls kemur til með að valda barninu röskun að ástæðulausu þarf væntanlega ekki að afla frekari gagna til að unnt sé að ákveða að sá sem barnið býr hjá skuli fara með forsjá þess þar til leyst hefur verið úr forsjárdeilunni. Stundum getur skipt máli hversu auðvelt eða aðgengilegt er að afla gagna. Að öllu jöfnu er vandalaust að afla gagna sem unnt er að kalla eftir þegar í stað. Það á t.d. við um lögregluskýrslur og ýmis vottorð svo sem læknisvottorð, áverka- vottorð, búsetuvottorð, vottorð frá leikskóla eða skóla, sakavottorð eða vottorð Kvennaathvarfs. Sama á við um önnur sambærileg gögn og jafnvel vitna- skýrslur ef þær þurfa að koma fram. Annað gildir um sérfræðilegar álitsgerðir og aðrar matsgerðir, sbr. 60. gr. barnalaga, og um umsagnir barnaverndar- nefnda, sbr. 3. mgr. 34. gr. sömu laga. Oft tekur langan tíma að afla slfkra gagna. Hins vegar getur hagað þannig til að sérfræðileg álitsgerð eða umsögn barnavemdamefndar liggi þegar fyrir þegar ágreiningsmál um bráðabirgða- forsjá er til meðferðar. Eðlilegt er að á slíku gagni verði byggt við ákvörðun á forsjá til bráðabirgða enda er það í samræmi við það sem áður er komið fram, að gögn sem þegar hefur verið aflað vegna forsjárdeilu séu yfirleitt til staðar hjá 19 í Skýrslu Umboðsmanns Alþingis 1993 kemur fram að í máli nr. 640/1992 var m.a. kvartað undan ófullnægjandi rannsókn af hálfu dómsmálaráðuneytisins vegna úrskurðar um forsjá barna til bráðabirgða. Við meðferð málsins hjá umboðsmanni benti ráðuneytið á að ekki væri um eiginlega rannsókn máls að ræða þegar tekin væri ákvörðun um forsjá bams til bráðabirgða, nema sérstaklega stæði á. Slík ákvörðun væri ávallt byggð á þeim staðreyndum er fyrir iægju þegar ákvörðun væri tekin. Taldi ráðuneytið málið nægilega upplýst til þess að unnt væri að ákveða hjá hvoru foreldra forsjá til bráðabirgða ætti að liggja. I áliti umboðsmanns kemur fram að ekki yrðu gerðar jafn strangar kröfur um rannsókn til undirbúnings bráðabirgðaráðstafana á borð við skipan forsjár til bráðabirgða og almennt gilti um rannsókn stjómsýslumáls. Stafaði það af eðli ákvörðunar og tímabundnu gildi hennar svo og af nauðsyn sérstaks málshraða. Með tilliti til þeirra gagna og upplýsinga sem aflað hafði verið áður en umræddur úrskurður var upp kveðinn, taldi Umboðsmaður Alþingis að rannsóknin hefði verið viðhlítandi, enda yrði ekki séð að sérstakar ástæður hefðu legið fyrir sem krafist hefðu ítarlegri rannsóknar. Skýrsla Umboðsmanns Alþingis fyrir árið 1993, útg. október 1994, bls. 69-74. 178

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.