Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Qupperneq 39

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Qupperneq 39
úrlausnaraðilanum eða þau eru lögð fram í máli sem rekið er vegna deilu um forsjá til bráðabirgða. I fiestum tilvikum er brýnt að leysa fljótt úr ágreiningi um bráðabirgðaforsjá og verður þá ekki tími til að afla viðbótargagna eða annarra gagna en þeirra sem unnt er að afla þegar í stað eða á tiltölulega stuttum tíma.20 Þess ber þó að gæta að hugsanlega er útilokað að leysa úr því hvað barninu sé fyrir bestu varðandi forsjá þess til bráðabirgða nema að undangengnu sérfræðilegu mati. Ákvarðanir um gagnaöflun geta í þeim tilvikum verið vandasamar, einkum vegna þess að mat á því hvers konar gagnaöflun á við í hverju tilfelli verður ekki endilega byggt á almennum viðmiðunum. Hvert mál verður að meta út frá því hvemig það liggur fyrir og með tilliti til þess hvað skiptir máli fyrir það barn sem um ræðir. I sumum tilfellum er unnt að óska eftir sérfræðilegu mati á tilteknum atriðum án þess að því fylgi heildarathugun á málinu. Sem dæmi má nefna að til greina getur komið að fara fram á mat á því hvort varhugavert sé fyrir barn að þurfa að skipta um umhverfi. Einnig má nefna sem dæmi í þessu sambandi það tilvik þegar farið er fram á athugun á afstöðu barns samkvæmt 34. gr. barnalaga, 4. mgr. i.f. Á sama hátt ætti að vera unnt, þegar það á við, að afla upplýsinga hjá barnaverndarnefnd um einstök atriði án þess að umsagnar sé óskað um málið í heild. T.d. má afla upplýsinga um hvort barnaverndarnefnd hafi haft einhver afskipti af foreldrunum og ef svo er þá er óskað upplýsinga um hver þau afskipti hafi verið. Aldrei ætti þó að afla sérfræðiálits eða annarra slíkra gagna nema þörf sé á því. Einnig þarf að gæta að því að varhugavert getur verið að málsaðilar afLi sjálfir vandmeðfarinna gagna21 enda ber dómara samkvæmt 60. gr. barnalaga að fylgjast með gagnaöflun og hafa afskipti af henni.22 Skylt er samkvæmt 4. mgr. 34. gr. barnalaga að veita bami sem náð hefur 12 ára aldri kost á að tjá sig um forsjármál nema telja megi að slíkt geti haft skaðvænleg áhrif á bamið eða sé þýðingarlaust fyrir úrslit málsins.23 Einnig er rétt að ræða við yngra barn eftir því sem á stendur miðað við aldur þess og þroska, sbr. sama lagaákvæði. Dómstóll eða dómsmálaráðuneyti getur falið sérfróðum manni eða mönnum að kynna sér viðhorf barns og gefa skýrslu um það. Þótt ekki komi þarna fram að þetta eigi einnig við þegar ákveðin er forsjá bams til bráðabirgða verður að túlka þetta lagaákvæði í samræmi við 12. gr. Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 18/1992. Þar 20 í máli nr. B-8/1995 sem rekið var fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur var bókuð í þingbók yfirlýsing stefnanda að í lögum nr. 20/1992 sé aðallega gert ráð fyrir því að gagnöflun fari fram í aðalmálinu en ekki sé gert ráð fyrir viðamikilli gagnaöflun vegna ákvörðunar um forsjá til bráðabirgða. I ljósi þessa var fallið frá kröfu um bráðabirgðaforsjá. 21 Um gagnaöflun málsaðila og vandamál í því sambandi er fjallað í Gagnaöflun í forsjármálum eftir Sigríði Ingvarsdóttur á bls. 61-64. 22 Um ákvarðanir dómara um gagnaöflun er fjallað í sama riti á bls. 64-67. 23 Um athugun á afstöðu barns sjá sama rit bls. 67-72. 179
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.