Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Side 41

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Side 41
Stundum geta komið upp þau tilvik að kveða þarf á um bráðabirgðaforsjá á mjög skömmum tíma. A það sérstaklega við þegar brýnt er að aflétta ófremdarástandi eða t.d. þegar barn er í alvarlegri hættu eða öryggi þess er á einhvern hátt ógnað. í þeim tilvikum getur verið hætta á að ekki gefist tími til að afla fullnægjandi gagna. Ekki verða gefnar almennar leiðbeiningar í þeim efnum heldur verður úrlausnaraðilinn að taka ákvarðanir í hverju máli um það hvemig úr þessu verður leyst. Þó er rétt að benda á að sérþekking og hæfni þess sem leysir úr málinu er venjulega veruleg forsenda fyrir því að úr þessu verði leyst í samræmi við hagsmuni barnsins.24 Þá getur verið hætta á því að foreldrið sem fær forsjá barnsins til bráðabirgða nái betri stöðu í forsjárdeilunni. Við þessu er erfitt að sjá og í sumum tilvikum útilokað. Því hefur verið haldið fram að koma þurfi „í veg fyrir að foreldri sem fær forsjá barns til bráðabirgða geti styrkt stöðu sína í forsjárdeilunni með því að útiloka samneyti barnsins við hitt foreldrið".25 Ekki kemur þarna fram hvemig það verði gert en hér að framan hefur verið bent á að það megi gera með því að fela því foreldri forsjá barnsins til bráðabirgða sem fremur er treystandi til að misnota ekki þá aðstöðu sem foreldrið fær við það að hafa barnið hjá sér undir rekstri málsins. Það er þó ekki tryggt að úrlausnaraðilinn geti í öllum tilvikum, með ákvörðun um tiltekna tilhögun á forsjá barns til bráðabirgða, komið í veg fyrir að annað foreldrið nái yfirburðastöðu í forsjár- deilunni. Loks geta komið upp vandamál er lúta að reglunni um hraða málsmeðferð. Bent hefur verið á að brýnt sé að forsjármál verði ekki fyrir ástæðulausum töfum.26 Forsjármál geta tafist af ýmsum ástæðum. M.a. er rekstur máls um bráðabirgðaforsjá til þess falinn að tefja meðferð forsjármálsins.27 Til þess að koma í veg fyrir að mál verði fyrir öðrum töfum en þeim sem eru óhjákvæmi- legar verður að telja réttast að hverju máli verði úthlutað til dómara, við þá dómstóla þar sem eru fleiri en einn dómari, strax við þingfestingu, en bíði þess ekki að stefndi skili greinargerð. Þannig færi sami dómarinn með málið frá upphafi og getur þá sjálfur gætt þess að það verði aldrei fyrir óþarfa töfum. Með þessu fyrirkomulagi færi einnig sami dómari með bæði málin, þ.e. forsjármálið og mál sem rekið er vegna ágreinings um forsjá til bráðabirgða (B-mál). Ætla verður að það kæmi einnig í flestum tilfellum í veg fyrir óþarfa tafir. Á hinn 24 Um sérþekkingu dómara í forsjármálum er fjallað í Gagnaöflun í forsjármálum eftir Sigríði Ingvarsdóttur á bls. 131-133. 25 Davíð Þór Björgvinsson: Barnaréttur, bls. 206. 26 Sjá Gagnaöflun í forsjármálum eftir Sigríði Ingvarsdóttur á bls. 60 og 133. 27 I máli nr. B-19/1996 sem rekið var fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur var bókað í þingbók að málsaðilar væru sammála dóminum sem skipaður var sérfróðum meðdómsmönnum um að brýnt væri að hraða meðferð aðalmálsins og að dómurinn leitaði eftir sérfræðiáliti. I framhaldi af þvf féll móðirin frá kröfu um bráðabirgðaforsjá að því tilskyldu að unnt yrði að hraða meðferð aðalmálsins. 181

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.