Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Side 42

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Side 42
bóginn geta fylgt því ókostir að sami dómari fari með bæði málin, t.d. sá að niðurstaða í B-máli gæti skapað tortryggni í garð dómarans þegar hann leysir úr forsjárdeilunni. Ákvæði 36. gr. barnalaga ættu þó að draga úr henni en þar segir að ákvörðun um skipan forsjár til bráðabirgða bindi ekki hendur úrskurðarvalds þegar ákvarða skuli forsjá til frambúðar, enda verði sá aðili sem kveði á um bráðabirgðaforsjá ekki vanhæfur til að leysa úr forsjármálinu að öðru leyti. Hér verður þó að líta til þess að kröfum um forsjá bama til bráðabirgða hefur fjölgað verulega við Héraðsdóm Reykjavíkur frá árinu 1992. Á því ári barst engin slík krafa, á árinu 1993 ein, á árinu 1994 sex, á árinu 1995 tíu og á árinu 1996 sautján. Málafjöldinn og sú staðreynd að oftast er mjög erfitt að leysa úr þessum málum vekur sérstaklega til umhugsunar hvort skilvirkni við úrlausn þeirra sé nægjanleg. Til að tryggja að forsjármál fái hraða meðferð og úrlausn í samræmi við hagsmuni þeirra barna sem hlut eiga að máli, eins og lög kveða á um, verður vinnuálagi dómara að vera þannig háttað að þeir hafi ráðrúm til að sinna þessum málum fljótt og vel. Annað verður að teljast óviðunandi. Því verður þó ekki haldið fram að málum er varða forsjá barna til bráðabirgða hafi ekki verið sinnt með viðunandi hætti. Hins vegar er rétt að benda á hve mikilvægt er að mál þessi fái skilvirka meðferð hvort sem þau eru rekin fyrir dómstólum eða í dómsmálaráðuneytinu. 182

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.