Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Side 48

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Side 48
fjöleignarhúsamála, gerð verksamninga, vátryggingar húseigenda, nábýlisrétt og upplýsinga- og skoðunarskyldu í fasteignakaupum. Auk laga um fjöl- eignarhús fylgja heimildaskrá og atriðisorðaskrá, sem og þjónustuskrá, í bókarlok. Þorgeir Örlygsson. Kaflar úr veðrétti I. Fjölrit. 1994. 45 bls. Kaflar úr veðrétti er fjölrit sem gefið var út til kennslu við lagadeild HÍ. Þar er fjallað um bein og óbein eignarréttindi, megineinkenni veðréttinda, flokkun veðréttinda, íslensku veðlögin frá 1887, afmörkun samningsveðs, sérgreiningar- regluna, undantekningu frá nreginreglu veðlaganna um bann við sjálfsvörslu- veðsetningu í heildarsafni rnuna, tilgreiningarregluna og að síðustu er fjallað um hvort þörf sé á því að rýmka heimildir atvinnuveganna til þess að veðsetja rekstrartæki sín ósundurgreind með fasteignum rekstrarins. Heimilda- og dómaskrá fylgir. Páll Skúlason. Jarðalög nr. 65/1976 með skýringum. Sleipnir. 1996. 137 bls. Verð: 2.990 kr. Páll Skúlason hdl. er höfundur skýringarrits um jarðalögin nr. 65/1976. I formála segir höfundur að skýringarnar séu samdar með það fyrir augum að jarðanefndarmenn, sveitarstjórnarmenn, bændur og fleiri verði fljótari að átta sig á efni laganna og þeim réttindum og skyldum sem þeim fylgja. Bókin er í hefðbundnu formi skýringarrita, þar sem fjallað er sérstaklega um hverja lagagrein fyrir sig. I viðauka er að finna ábúðarlög, lög um Jarðasjóð og lög um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, sem og hugleiðingar höfundar um eignarrétt. Heimildaskrá og dómaskrá er að finna fremst í ritinu. 2.3 Evrópuréttur ísland og Evrópa - I.-VII. rit. Evrópustefiumefhd Alþingis. 1990. 290 bls. Verð: 2.190 kr. Árið 1988 kaus Alþingi nefnd um stefnu Islands gagnvart Evrópu- bandalaginu. Hlutverk nefndarinnar var m.a. að taka til athugunar þróun þá sem fyrirsjáanleg var innan EB og áhrif hennar á íslenskt efnahagslíf. Nefndin gaf út sjö rit um samskipti íslands við aðrar þjóðir, og var umræddum ritum loks steypt saman í eina bók. Bókinni er skipt niður í sjö hluta. í fyrsta hluta er yfirlit yfir þróun viðskiptasamvinnu í Evrópu frá lokum síðustu heimstyrjaldar og lýsing á núverandi skipan hennar. I öðrum hluta er fjallað um samvinnu EB og EFTA á síðustu árum. í þriðja hluta er í fyrsta lagi fjallað um rannsóknar- og þróunarstarfsemi, í öðru lagi umhverfis- og vinnuvernd og neytendamál og í þriðja lagi vinnumarkaðs- mennta- menningar- og ferðamál. Fjórði hlutinn ber nafnið Atvinnuvegir og eru þar tekin fyrir atriði sem tengjast helstu 188

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.