Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Side 49

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Side 49
atvinnuvegum. í fimmta hluta er fjallað um efnahagsmál, eftirlit með samn- ingum, samkeppnisreglur o.fl. í sjötta hluta bókarinnar birtast skjöl er varða þróun mála í samskiptum EB og EFTA á árinu 1989 og í síðasta hluta bókarinnar er áfangaskýrsla Evrópustefnunefndar birt. Aftast er að finna skammstafanaskrá. Gunnar G. Schram. Evrópubandalagið. Háskólaútgáfan. 1990. 202 bls. Verð: 3.450 kr. í bókinni Evrópubandalagið er gerð grein fyrir uppbyggingu þess, eins og það var árið 1990. Fjallað er um aðdragandann að stofnun EB, gerð er grein fyrir stofnunum EB, stefnu og starfsemi þess, innri markaði EB, samstarfi EB og EFTA og samskiptum Islands og EB. Heimildaskrá og atriðisorðaskrá fylgja, sem og upplýsingar um framkvæmdastjóm EB 1989-1992 og ýmsar tölulegar upplýsingar. Ketill Sigurjónsson. Hin sameiginlega sjávarútvegsstefna Evrópubandalagsins. Alþjóðamálastofium Háskóla Islands. 1991. 88 bls. Verð: 1.935 kr. Ketill Sigurjónsson lögfræðingur fjallar um hina sameiginlegu sjávar- útvegsstefnu Evrópubandalagsins í samnefndri bók sinni. Er þar fjallað um sjávarútveg og EB, hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu EB, þ.e. lagagrund- völl, ákvarðanatöku, valdframsal ráðsins, sögulegan aðdraganda stefnunnar og meginatriði hennar, fiskveiðistjórnun EB og loks er fjallað um ísland og hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu EB. Stefán Már Stefánsson. Evrópuréttur - Réttarreglur og stofnanir Efnahagsbanda- lagsins. Iðunn. 1991. 392 bls. Verð: 5.910 kr. Margt hefur breyst innan Evrópusambandsins og í samskiptum íslands við ESB frá útgáfu bókar Stefáns Más Stefánssonar prófessors um Evrópurétt. Bókin, sem er mikil að vöxtum, hefur að geyma ítarlegar upplýsingar um rétt Evrópubandalagsins, eins og það hét á þeim tíma, og er þar lýst réttarkerfi EB og lagaáhrifum EB-reglna. Þá er stofnunum EB lýst, hvernig ákvarðanatöku þeirra er háttað og þeim efnisreglum sem þeim og aðildarríkjunum ber að fylgja. Bókin skiptist í 28 kafla og er víða komið við. Fjallað er m.a. um áhrif þjóðréttarsamninga, réttarheimildir EB-réttar, lögmætisregluna, markmið Rómar- samningsins, ítarleg umfjöllun er um kjarna bandalagsins; fjórfrelsið, sam- keppnisreglur o.fl. og ítarlega er fjallað um dómstól EB. Þrátt fyrir umtalsverða þróun Evrópuréttar á síðustu árum eru margir hlutar bókarinnar enn í fullu gildi og ritið stendur því enn undir nafni sem undirstöðurit í íslenskri lögfræði á sviði Evrópuréttar. Þá eykur það gildi bókarinnar að þar er að finna, auk hefð- bundinna skráa, Rómarsamninginn í íslenskri þýðingu. 189

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.