Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Side 50
Stefán Már Stefánsson. Sjávarútvegsreglur Evrópubandalagsins. Félag íslenskra
iðnrekenda. 1991. 48 bls. Verð: 1.450 kr.
I bókinni Sjávarútvegsreglur Evrópubandalagsins er í byrjun fjallað stuttlega
um stofnanir og löggjöf Evrópubandalagsins, en síðan er gerð grein fyrir gild-
andi sjávarútvegsreglum, lagasetningarvaldi EB og aðildarríkjanna, verndar-
ráðstöfunum gegn ofveiði, jöfnum aðgangi að fiskimiðum, sameiginlegu
sjávarútvegsstefnunni, kvótahoppi, aðildarsamningum Portúgals og Spánar,
eftirliti, framtíðarskipan sjávarútvegsmála, þjóðaréttarsamningum um fisk-
veiðiréttindi og líklegri samningsstöðu nýrra aðildarríkja.
Gunnar G. Schram. Evrópska efnahagssvœðið - Meginatriði og skýringar. Alþjóða-
málastofnun Háskóla Islands. 1992. 185 bls. Verð. 2.140 kr.
í bók Gunnars G. Schram prófessors er greint frá aðalatriðum EES-samningsins.
Þá er þar að finna skýringar á helstu ákvæðum hans. Bókin skiptist í 8 kafla og
er þar m.a. fjallað um aðdragandann að Evrópska efnahagssvæðinu, samninginn
sjálfan, hinn sameiginlega markað EES, uppbyggingu EES, landbúnað og
sjávarútveg innan EES og lögfestingu og réttaráhrif EES-samningsins á Islandi.
í bókinni er að finna viðauka um lesefni á íslensku um EB, EFTA og EES,
yfirlit yfir vöruinn- og útflutning Islands árin 1987-1991 og EES-samninginn.
Stefán Már Stefánsson. Fjárfestingarreglur - ísland, EES og EB. Félag íslenskra
iðnrekenda. 1992. 111 bls. Verð: 1.170 kr.
f bókinni Fjárfestingarreglur er fjallað um íslenskan fjárfestingarrétt,
meginatriði EB-réttar og EES-réttar, fjárfestingarreglur EB, frjálsa fjármagns-
flutninga, frjálsa þjónustustarfsemi, launþega og stofnsetningarrétt, fjárfest-
ingamöguleika innan EB, þ.e. varðandi fasteignir og fasteignaréttindi, aðgang
að félögum og einstök atvinnusvið. Þá er fjallað um íslenskar fasteignir og
EES-rétt, íslenskar fiskveiðar, fiskiðnað og EES-rétt og íslensk félög og EES-
rétt. Niðurstöður bókarinnar eru dregnar saman í síðasta kafla hennar.
Stefán Már Stefánsson. Samkeppnisreglur - Rit um íslenskar samkeppnisreglur og
samkeppnisreglur EB og EES. Félag íslenskra iðnrekenda. 1993. 170 bls. Verð:
2.280 kr.
í bókinni er fjallað um samkeppnisreglur þær sem gilda á sviði Evrópuréttar,
svo og íslensku samkeppnislögin. Bókin skiptist í 14 kafla, þar sem m.a. er
íjallað um meginatriði samkeppnisreglna Evrópubandalagsins, samkeppnis-
reglur Rómarsamningsins og gildissvið, ólögmætt samráð fyrirtækja, mis-
notkun á markaðsráðandi stöðu, samruna og yfirtöku fyrirtækja, einstaka
samninga í ljósi samkeppnisreglna, minniháttarregluna, hlutverk framkvæmda-
190