Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 54
Páll Sigurðsson. Kröfuréttur - Almennur hluti. Háskólaúteáfan. 1992. 428 bls.
Verð: 5.985 kr.
Bókin Kröfuréttur skiptist í fimm hluta og 23 kafla, og er þar fjallað um öll
helstu atriðin sem tengjast almenna hluta kröfuréttarins. í fyrsta hluta er einkum
fjallað um hugtakið kröfu og kröfuréttindi og stofnun kröfu. í öðrum hluta er
gerð grein fyrir aðilum kröfusambands og aðilaskiptum að kröfusambandi. í
þriðja hluta er fjallað um lok kröfu, efndir kröfu, geymslugreiðslu við skulda-
skil, endurkröfu, breytingar á efndaskyldu eða lok hennar með löggerningi,
skuldajöfnuð, samruna réttar og skyldu, tómlætisáhrif og önnur endalok kröfu.
I fjórða hluta er fjallað um lögvemd kröfuréttinda. I fimmta hluta er fjallað um
áhættu af efndabresti, helstu tegundir vanefnda og réttaráhrif þeirra og
samningsbundin ákvæði um afleiðingar vanefnda auk brottfalls vanefnda-
úrræða kröfuhafa. Bókinni fylgja laga- dóma- atriðisorða- og heimildaskrár.
Páll Sigurðsson. Höfundaréttur - Meginreglur íslensks réttar um höfundavernd.
Háskólaútgáfan. 1994. 336 bls. Verð: 4.400 kr.
Bókin Höfundaréttur skiptist í fimm hluta og fimmtán kafla. f inngangi er
fjallað um fræðigreinina höfundarétt, nokkur gmndvallaratriði og efnismörk og
gerð er grein fyrir helstu fræði- og hliðsjónarritum. í fyrsta hluta er fjallað um
réttarþróun erlendis, íslenskan rétt og réttarheimildir, fjölþjóðlegt og alþjóðlegt
samstarf og stjórnsýslu og samtök á sviði höfundaréttar. í öðmm hluta er fjallað
um eðli höfundaréttar, þá aðila sem vemdar njóta, grannréttindi höfundaréttar
og skyld efni, efni eða inntak höfundaréttar og sæmdarrétt. í þriðja hluta er gerð
grein fyrir takmörkunum á höfundarétti og skyldum efnum, verndartíma
höfundaréttar og grannréttinda hans og brotum gegn höfundarétti og afleið-
ingum þeirra. í fjórða hluta víkur höfundur að aðilaskiptum að höfundarétti. í
fimmta hluta fjallar höfundur um hvert stefni á þessu réttarsviði og hvort úrbóta
sé þörf. Heimilda- dóma- laga- og atriðisorðaskrár fylgja og auk þess skrá yfir
bækur eftir höfundinn.
Þorgeir Örlygsson. Efndir in natura. Fjölrit. 1994. 35 bls.
Ritið Efndir in natura eftir Þorgeir Örlygsson prófessor var gefið út sem
handrit til kennslu við lagadeild HÍ. Er þetta eitt af nokkrum fjölritum sem hann
hefur gefið út og notuð hafa verið í kennslu í kröfurétti, en nokkur af þeim hafa
síðar birst sem tímaritsgreinar. Á þetta við um Skuldaraskipti sem birtist í TL
1992, 1. hefti, Kröfuhafaskipti sem birtist í TL 1994, 2. hefti, Afslátt sem birtist
í TL 1996, 3. hefti og Skuldajöfnuð sem birtist í Úlfljóti, 1. tbl. 1997. í ritinu
Efndir in natura er m.a. fjallað um meginregluna um rétt til dóms um efndir in
natura og inntak kröfunnar, ómöguleika, ógilda og óvirka samninga, það
álitaefni ef efndir in natura leiða til verulegs fjárhagstjóns skuldara samanborið
194