Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Side 62

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Side 62
dómarnir flokkaðir eftir efnisatriðum. ítarleg lagaskrá fylgir, sem og dómaskrá og atriðisorðaskrá fyrir hvern kafla. Hverjum dómi er gefið númer sem vísað er til í skrám. Sigríður Ingvarsdóttir. Gagnaöflun íforsjármálum. Háskólaútgáfan. 1996. 139 bls. Verð: 1.160 kr. Bókin Gagnaöflun í forsjármálum eftir Sigríði Ingvarsdóttur héraðsdómara skiptist í níu kafla, en þar er fjallað um þær réttarreglur sem gilda um gagnaöflun í dómsmálum þar sem deilt er um forsjá barna. Þar er fjallað um markmið réttarfars í forsjármálum, hlutverk dómstóla við gagnaöflun, gagna- öflunina sjálfa, þ.e. tilgang gagnaöflunar, tilhögun gagnaöflunar, sönnunar- færslu, hvenær Ijúka eigi gagnaöflun og gagnaöflun fyrir Hæstarétti, þá er fjallað um vinnu sérfræðinga fyrir dómstólum, umsagnir barnaverndarnefnda, mat sönnunargagna og loks sérstök vandamál varðandi gagnöflun. 2.11 Skaðabótaréttur Arnljótur Björnsson. Kaflar úr skaðabótarétti. Bókaútgáfa Orators. 1990. 449 bls. Verð: 5.360 kr. í bókinni Kaflar úr skaðabótarétti eftir Arnljót Björnsson hæstaréttardómara er að finna safn greina um skaðabótarétt. Um er að ræða sautján greinar sem flestar höfðu áður birst í lagatímaritum. Heiti greinanna eru Tengsl vinnu- veitanda og starfsmanns sem skilyrði vinnuveitendaábyrgðar, Ábyrgð vegna sjálfstæðra verktaka í bandarískum bótarétti, Bótaábyrgð vegna vinnuslysa sem hljótast af athöfnum sjálfstæðra framkvæmdaaðila eða af bilun eða galla í tæki, Almenn skaðabótalög á Norðurlöndum I og II, Skaðabótaréttur á undanhaldi. Löggjöf og tillögur um afnám skaðabótaréttar, Lækkun skaðabóta, þegar laun- þegi veldur tjóni í starfi, Ný lög um samninga um vöruflutninga á landi, Bótaskylda án sakar, Hjálmar, hlífðargleraugu og öryggisbelti, Hæstaréttar- dómur 1987 587. Hvemig ber að haga frádrætti slysatryggingarfjár o.fl. í skaðabótamáli, þar sem sök er skipt?, Skaðsemisábyrgð, Skaðabótaábyrgð útgerðarmanns utan samninga, Húseigendaábyrgð og vátryggingar tengdar henni, Yfirlit yfir bótakerfi á Islandi, Bætur fyrir varanlega örorku og Dánarbætur. Heimildaskrá, lagaskrá, dómaskrá og atriðisorðaskrá fylgja. Bœtur fyrir líkamstjón. Ársrit Lögfrœðiþjónustunnar 1991. 64 bls. I ritinu er að finna ýmsar greinar þar sem fjallað er um líkams- og heilsutjón og er hluti þeirra á sviði lögfræði. Lögmenn Lögfræðiþjónustunnar rita greinar um bótarétt tjónþola við líkams- og heilsutjón, þ.e. bætur við umferðarslys, bætur við vinnuslys, bætur vegna slysa við leiki eða íþróttir og bætur vegna mistaka við læknisaðgerðir. Meðal annarra greina í ritinu má nefna grein eftir Ólaf B. Thors 202

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.