Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Page 68
lagsmál og umhverfisvernd, náttúruvernd og vernd menningarverðmæta. í
öðrum hluta er fjallað um EES og íslenskan rétt, í þriðja hluta er fjallað um
alþjóðlegan umhverfisrétt og loks er í fjórða hluta að finna atriðisorðaskrá,
lagaskiá og dómaskrá auk þess skrá yfir helstu heimildir.
2.15 Vinnumarkaðsréttur
Lára V. Júlíusdóttir. Réttindi og skyldur á vinnumarkaði. ASÍ. 1993. 279 bls. Verð:
1.750 kr.
Rit Láru V. Júlíusdóttur lögmanns, um réttindi og skyldur á vinnumarkaði,
skiptist í þrjá hluta: Upphaf ráðningar, réttindi og skyldur starfsmanna og lok
ráðningar, og er fjallað um efnið í 18 köflum. Þar er m.a. að finna sögulegt
yfirlit sem og yfirlit yfir réttarheimildir og lögskýringargögn. Fjallað er um
skyldur starfsmanna og atvinnurekanda, orlof, lífeyrissjóði og elli- og örorku-
lífeyri almannatrygginga, slysatryggingar atvinnurekenda, sjúkdóma og slys,
fæðingarorlof og reglur tengdar þungun kvenna, atvinnuleysisbætur, uppsagnir
o.fl. Heimildaskrá, atriðisorðaskrá og dómaskrá fylgja.
Lára V. Júlíusdóttir. Stéttarfélög og vinnudeilur. ASÍ. 1995. 282 bls. Verð: 1.980 kr.
Bókin skiptist í þrjá hluta, skipulag vinnumarkaðarins, kjarasamninga og
kjaradeilur og kaflarnir eru nítján. Þar er m.a. fjallað um stofnanir vinnumark-
aðarins, starfsemi stéttarfélaga, réttindi og skyldur félagsmanna í stéttarfélagi,
trúnaðarmenn á vinnustað, atvinnufrelsi, kjarasamninga og aðila kjarasamn-
inga, túlkun kjarasamninga, gildistíma og gildissvið, ágreining á vinnumarkaði,
friðarskylduna, vinnustöðvun, verkföll á almennum vinnumarkaði, framkvæmd
verkfalls, verkföll opinberra starfsmanna og bankamanna, verkbann, sáttastörf
í vinnudeilum, endi vinnudeilu og Félagsdóm. Heimildaskrá, atriðisorðaskrá og
dómaskrá fylgja.
2.16 Vörumerkja- og einkaleyfaréttur
Jón L. Arnalds. Vörumerkjaréttur - Helstu meginreglur. Bókaútgáfa Orators. 1995.
199 bls. Verð: 3.600 kr.
Ritinu Vörumerkjaréttur eftir Jón L. Arnalds, fyrrv. héraðsdómara, er ætlað
að gefa almennt yfirlit yfir meginreglur gildandi vörumerkjaréttar. Þar er að
finna sögulegt yfirlit, umfjöllun um alþjóðlegan vörumerkjarétt, ýmis hugtök,
notkun og markaðsfestu, skráningu og skilyrði hennar, gerð er grein fyrir
kröfunni um nægjanlegt sérkenni og aðgreiningarhæfi, fjallað er um það ef
villast má á merkjum, lögmæta notkun, aðilaskipti, nytjaleyfi, takmörkuð
réttindi og réttarvemd, og loks lok vörumerkjaréttar. í viðauka fylgja lög um
208