Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Síða 78

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Síða 78
Á VÍÐ OG DREIF FERÐ LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS TIL WASHINGTON DC í APRÍL 1997 Stjórn Lögfræðingafélags íslands á hverjum tíma er það metnaðarmál að bjóða félagsmönnum sínum vandaða og fjölbreytta dagskrá. Á síðustu árum hefur verið bryddað upp á ýmsum nýjungum í starfsemi félagsins. Meðal nýmæla í starfsemi félagsins eru vorferðir. Eitt árið var haldið til Þingvalla, annað árið var siglt út í Viðey. I þessum tveimur ferðum nutum við leiðsagnar Sigurðar Líndals prófessors sem leiddi okkur í allan sannleik um sögu þessara staða. I þriðja sinn var farið um Reykjanesið og hið fjórða á söguslóðir Njálu. Þær ferðir voru farnar undir leiðsögn Jóns Böðvarssonar ritstjóra. Þegar vorferðina 1997 bar á góma í stjórn félagsins í nóvember 1996 kviknaði sú hugmynd að halda að þessu sinni út fyrir landsteinana. Stjórnin fól framkvæmdastjóra félagsins Brynhildi Flóvenz og stjórnarmönnunum Helga Jóhannessyni, Benedikt Bogasyni og Steinunni Guðbjartsdóttur að kanna möguleika á slíkri ferð. Eftir miklar athuganir af hálfu undirbúningshópsins og vangaveltur af hálfu stjórnar var ákveðið að slá til og auglýsa vorferð til Washington DC. Treysti stjórnin því að næg þátttaka fengist, en segja má að hafi stjórnin misreiknað algjörlega áhuga á þessari vorferð. I stað þeirra 30 sem stjórnin vænti tilkynntu sig rétt um 90 manns til fararinnar. Um tíma stóð tæpt að hægt væri að fara með svo stóran hóp, en allt small þetta þó saman að lokum. Það var síðan á síðasta degi vetrar, hinn 23. apríl 1997, að þessi fjölmenni hópur lögfræðinga hélt af stað í fræðaferð Lögfræðingafélags Islands til Washington DC. Fararstjóri ferðarinnar var Garðar Gíslason hæstaréttardómari og fyrrverandi formaður félagsins. Formleg dagskrá ferðarinnar hófst sumardaginn fyrsta með heimsókn í Hæstarétt Bandaríkjanna. Þar hitti hópurinn Antonin Scalia hæstaréttardómara í dómsal réttarins. Scalia hélt stutt erindi þar sem hann fjallaði um Hæstarétt við túlkun á stjórnarskránni. Að því loknu urðu nokkrar umræður. Scalia er mjög kunnur dómari, jafnvel umdeildur og af sumum talinn einna íhaldssamastur hinna íhaldssamari dómara við réttinn. Hann var skipaður hæstaréttardómari 1986. Það var sérstakur heiður fyrir þennan hóp að hann skyldi gefa sér tíma til að hitta okkur og eiga Einar Benediktsson sendiherra og frú Elsa kona hans allan heiður af því. Síðan gekk hópurinn um byggingu réttarins og skoðaði húsakynni. Flestir stöldruðu við góða stund í minjagripaverslun réttarins og festu þar kaup á margvíslegum munum. 218
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.