Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Side 80

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1997, Side 80
Þessum fyrra degi formlegrar dagskrár lauk með sameiginlegu borðhaldi á Westin hótelinu, sem er skammt frá Hótel Holiday Inn Franklin Square sem hýsti þátttakendur í ferðinni. Heiðursgestir voru sendiherrahjónin þau Elsa og Einar Benediktsson og Birna og Pétur Gunnar. Án aðstoðar Einars og Péturs Gunnars hefði dagskrá ferðarinnar aldrei orðið jafn áhugaverð og yfirgripsmikil og raun bar vitni. Þeirra þáttur í undirbúningi ferðarinnar var ómetanlegur. Síðari dagur formlegrar dagskrár hófst á lögmannsstofunni Baker & Hostetler sem er meðal elstu og stærstu lögmannsstofa í Bandaríkjunum. Stofan var stofnuð árið 1916 af Newton D. Baker, Joseph C. Hostetlerog Thomas L. Sidlo. Á skrifstofunni starfa yfir 500 lögfræðingar í átta borgum. Hópnum var skipt í tvo fundarsali og var boðið upp á samfellda kynningardagskrá í tvær klukku- stundir hjá hvorum hópi. Fr. Joanne W. Young bauð hópinn velkominn en síðan kynntu samstarfsmenn hennar starfsemina en skrifstofan veitir þjónustu á flestum sviðum lögfræðinnar. Kynningin var yfirgripsmikil og sérstaklega áhugaverð og veitti góða innsýn inn í starfsemi lögmannsstofu í Banda- ríkjunum. Tími var til umræðna og var um margt spurt, m.a. tímakaup lögmanna. Húsakynni stofunnar í Washington eru hin glæsilegstu og jaðraði við að sumir lögmennirnir í hópnum fylltust minnimáttarkennd. Fr. Young er Islendingum að góðu kunn vegna starfa sinna fyrir ýmis íslensk fyrirtæki. Lögmannsstofan bauð síðan til ljúffengs hádegisverðar á stofunni þar sem færi gafst á óformlegra spjalli við lögfræðingana sem þarna starfa. Að hádegisverði loknum var haldið í Capitol, þinghús Bandaríkjanna. Þar hittum við fyrst Thurmond öldungardeildarþingmann fyrir Suður-Karolínu- fylki. Hann var fyrst kosinn í öldungadeild bandaríska þingsins árið 1954. Kjör hans þá var merkilegt fyrir þá sök að hann var kosinn með þeim hætti að kjósendur rituðu nafn hans á kjörseðilinn. Var hann fyrstur til að hljóta kosningu með þessari aðferð. Síðan hefur hann nánast óslitið verið öldungar- deildarþingmaður. Hann var enn endurkjörinn til sex ára árið 1996 þá á 95. aldursári, fæddur árið 1902. Hópurinn átti stuttan fund með þingmanninum á tröppum skrifstofubyggingar við hlið þinghússins og var þar tekin hópmynd með honum. Síðan fór aðstoðarmaður hans með hópinn í skoðunarferð um þinghúsið. Bandaríska þinghúsið er glæsileg bygging með mörgum merki- legum salarkynnum. Þvínæst var stefnan tekin útúr miðborg Washington og haldið út í Virginíu- fylki. Þar þáðum við veitingar í boði Katrínar og Haynie Trotter á glæsilegu heimili þeirra í húsi sem þau kalla Skálholt. Eins og nafn hússins bendir til er Katrín íslensk. Haynie Trotter er einn eigenda lögmannsstofunnar McGuire, Woods, Battle & Boothe í Washington. Þar fékk hópurinn frábærar móttökur og er einstakt að einstaklingar skuli með þessum hætti opna heimili sitt fyrir jafnfjölmennum hópi og hér var á ferð. Að loknu síðdegisboði var ekið að minnismerkjunum í Washington DC og þau skoðuð í ljósaskiptunum. Þar með var formlegri dagskrá ferðarinnar lokið. Þátttakendur eyddu laugar- 220

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.