Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Page 7
Tímarit
löqfræðinqa
1. hefti • 49. árgangur
maí 1999
TVÍSKIPT RÍKISVALD?
Svo sem kunnugt er byggist stjómskipan lýðræðisríkja í okkar heimshluta á
kenningunni um þrískiptingu ríkisvaldsins í löggjafarvald, framkvæmdavald og
dómsvald. Þessi skipting er að vísu mismunandi skýr eftir ríkjum, skýmst er hún
í Bandaríkjunum. Þar elda forsetinn, æðsti handhafi framkvæmdavaldsins, og
löggjafarþingið oft grátt silfur saman. Nýjasta dæmi þess er þegar þingið reyndi
að velta forsetanum úr sessi sem mörgum er í fersku minni. Þess ber hins vegar
að gæta að í Bandaríkjunum gildir þingræðisreglan ekki því að forsetinn er
kosinn beinni kosningu sem þinginu er óviðkomandi. Einnig má nefna að
norskum ráðherrum er óheimilt að gegna þingstörfum samfara ráðherradómi.
Það er eflaust að bera í bakkafullann lækinn að geta þess að Montesquieu
hinn franski er talinn höfundur kenningarinnar um þrískiptingu ríkisvaldsins en
rétt að taka fram að Montesquieu mun hafa sótt drjúgan efnivið til enska heim-
spekingsins John Locke og er kenningin ekki verri fyrir það. Skoðun Montes-
quieu var sú að væri allt ríkisvald á einni hendi skapaði það hættu á ofríki og
kúgun þeirra sem undir ríkisvaldið væm seldir. Með því að skipta ríkisvaldinu
á milli þriggja handhafa, sem veittu hver öðmm aðhald, fengist trygging gegn
valdníðslu af hálfu ríkisins.
Við Islendingar teljumst búa við þrískiptingu ríkisvaldsins og er hún væntan-
lega eitt það fyrsta sem laganemar fræðast um þegar þeir taka að nema stjóm-
skipunarréttinn. Svo er líka að sjá sem landsmönnum almennt sé þetta skipulag
nokkuð vel kunnugt. I kennslubók í stjórnskipunarrétti er það réttilega kennt að
í íslensku stjómarskránni sé vikið frá kenningum Montesquieu og þar virðist
fyrst og fremst haft í huga að forsetinn er handhafi bæði löggjafarvalds og fram-
kvæmdavalds. Þótt þetta sé formið skiptir það ekki höfuðmáli í raun. I sömu
bók er fullyrt að ekki sé jafnræði milli milli aðalhandhafa ríkisvaldsins, þar sé
Alþingi ótvírætt valdamesta stofnunin sem byggist á fjárstjórnarvaldi þess og
1