Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Qupperneq 8

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Qupperneq 8
löggjafarvaldi auk þingræðisreglunnar. Allt má þetta rétt vera en þó er full ástæða til efasemda. Auk þrískiptingar ríkisvaldsins byggjum við íslendingar stjómkerfi okkar jafnframt á þingræðisreglunni. í 1. gr. stjómarskrárinnar segir að ísland sé lýð- veldi með þingbundinni stjóm og er þetta ákvæði talið helga þingræðið að stjórnlögum. Efni þingræðisreglunnar er það að þeir einir geti setið í ríkisstjórn sem meirihluti þingsins styður til þess eða a.m.k. veitir hlutleysi. Þannig verður ríkisstjórn á hverjum tíma sköpunarverk þingsins eða réttara sagt meirihluta þess sé ekki um minnihlutastjórn að ræða. Það er undantekningarlítil regla að þingmenn skipi ríkisstjórn. En hvað gerist svo þegar ríkisstjóm hefur verið mynduð? Hvernig er valdskiptingin milli þings og stjórnar? Hvemig verða lögin til sem stjórnað skal eftir? Hver ræður þar ferðinni? í grein sem Olafur G. Einarsson forseti Alþingis ritaði í 1. hefti Tímarits lög- fræðinga 1997 um samskipti löggjafarvalds og framkvæmdavalds lýsir hann út frá sínu sjónarmiði stöðu þessara handhafa ríkisvaldsins innbyrðis. í upphafi greinarinnar kemur fram að sumir þingmenn fullyrði „að Alþingi sé orðið „framkvæmdarvaldsþing" eða stimpilpúði á það sem ríkisstjómin á hverjum tíma vill“. Ólafur segir að menn bæði innan þings og utan klifi „á því að lög- gjafarvald Alþingis skipti litlu máli þar sem fmmkvæði að allri meiriháttar lagasmíð sé komið í hendur framkvæmdarvaldsins og að Alþingi sé lítið meira en afgreiðslustofnun fyrir frumvörp og aðrar tillögur ríkisstjómar“. Við þetta gerir Ólafur tvær athugasemdir og segir: í fyrsta lagi er það vissulega rétt að meirihluti frumvarpa á Alþingi er frá ríkisstjóm. Jafnframt eru flest þau fmmvörp sem Alþingi samþykkir sem lög lögð fram af ríkis- stjóminni. Að mínu mati er hins vegar ekkert við það að athuga þó að frumkvæði í allri meiriháttar lagasetningu sé hjá framkvæmdarvaldinu. Það er einfaldlega varla hlutverk þingmanna að semja eða útfæra í smáatriðum flókna lagasetningu. Slíkt er hlutverk framkvæmdarvaldsins og til þess hefur það sitt starfslið og sína sérfræðinga. Frumkvæði getur að sjálfsögðu komið frá þinginu í formi ályktana þar sem lagt er fyrir ríkisstjóm að undirbúa löggjöf um tiltekið efni. Öll meiriháttar stefnumótun er orðin það flókið mál að framkvæmdarvaldið með sínu umfangsmikla embættismannakerfi er í betri aðstöðu en þingið til að sinna slíku. Þingmenn eiga hins vegar að hafa aðstöðu til þess að leggja pólitískt mat á frumvörp framkvæmdarvaldsins og það er þeirra að ákveða hvort þau skuli verða að lögum eða ekki. Löggjafarvald þingsins felst einmitt í því hafa lokaorðin um málið. Það er því aukaatriði þegar rætt er um löggjafarvald þingsins hvort fmmkvæðið að lagasetningu kemur frá þingmönnum sjálfum eða hvort þingmenn taki þátt í tækni- legum undirbúningi og samningi frumvarpa eða ekki. Aðalatriðið er að þingið hefur valdið til að ákvarða hvað skuli vera lög og hvað ekki og það þarf að tryggja því aðstöðu til að rækja það hlutverk. Síðari athugasemd mín tengist þeirri fyrri því hún varðar staðhæfinguna um Alþingi sem afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórn. Þegar meðferð stjómarmála á Alþingi er athuguð má sjá að þessi staðhæfing er röng. Almennt getum við sagt að stjómarmál fái vandlega umfjöllun í nefndum þingsins og meiri hluti stjórnarfmmvarpa tekur 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.