Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Qupperneq 21

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Qupperneq 21
Viðurkennt er að dómsvaldið eigi að vera sjálfstætt og því mega dómstólarnir aldrei verða ambátt löggjafans. En þetta hefur enga merkingu nema dómsvaldið hafi sjálfstæðar valdheimildir nokkurn veginn til jafns við löggjafann til að móta reglur sjálfstætt eða að minnsta kosti til aðhalds og mótvægis. Hætt er við að nú reki menn upp stór augu. Ekki verður betur séð en prófess- orinn telji, að löggjafarvaldi sé komið fyrir hjá tveimur valdastofnunum ríkis- ins, löggjafanum og dómsvaldinu og þessum stofnunum sé fengið það hlutverk að takast á við meðferð þessa valds! Dómstólar eiga þá að beita löggjafarvaldi sínu á þann hátt, að þeir verði ekki „ambátt löggjafans“. A fundinum í Háskóla- bíói 7. nóvember 1998 orðaði hann ennfremur þá kenningu sína, að það væri óheppilegt, að dómstólar ættu undir fjárveitingarvald Alþingis að sækja. Þeir þyrftu að fá sjálfstætt fjárveitingarvald!! Líklega ætlar prófessorinn þá að fá þeim í hendur vald til að leggja á skatta til að fjármagna starfsemi sína, eða hvað? Ég verð að játa, að mér finnst málið orðið grafalvarlegt. Hér talar sá maður, sem til margra ára hefur gegnt því hlutverki að uppfræða laganema um meðferð réttarheimilda og þrígreiningu ríkisvaldsins, sem hefur verið talin til meginein- kenna á stjómskipun íslands.14 Hugmyndir hans um löggjafarvald dómstóla til mótvægis við vald löggjafans em ekkert minna en fjarstæðukenndar. Það er augljóst að hér talar maður sem ekki hefur sjálfur mikla reynslu af störfum við meðferð dómsmála.15 Ef til vill er kennarastarfið í Háskólanum svo þurrt og til- breytingarlítið að menn, sem þar verja meginhluta starfsævi sinnar, verði veikir fyrir freistingum um að boða kenningar af þessu tagi til að auka á tilbreytnina og vekja á sér athygli. Prófessorinn hlýtur sjálfur að vita í hjarta sínu á hve þunnum ís hann stendur með þessar kenningar. Kannski að hér sé komin skýr- ingin á því, hvers vegna hann bregst við skoðunum mínum af heift í stað þess að ræða þær efnislega. Líklega má líkja honum við keisarann í ævintýrinu um nýju fötin. Það þýddi ekkert fyrir keisarann að halda því fram eftir að barnið benti á nekt hans, að víst væri hann í einhverju. Hann hefði hins vegar vel getað orðið reiður. 6. FRAMLAG PRÓFESSORS TIL HÁTÍÐARHALDA I upphafi þessarar greinar vom tekin upp orðrétt þau ummæli prófessors Sig- urðar Líndals á hátíðarsamkomu lagadeildar 1. október s.l. sem beindust að mér. Þar dró hann ekki af sér. Að auki vom þar nefnd ummæli sem hann jók við 14 f grein Davíðs Þórs Björgvinssonar í 4. tbl. Úlfljóts 1995 bls. 379 „Völundarhús hins júridfska þankagangs" er prófessor Sigurður Líndal talinn vera „einn þekktasti lögspekingur þjóðarinnar"! 15 Ekki er hann þó alveg reynslulaus á því sviði. Hann starfaði sem dómarafulltrúi í héraði um skamma hríð í kringum 1960 og var dómari í Félagsdómi 1974-1980. Þá mun hann hafa verið settur dómari í Hæstarétti um takmarkaðan tíma og einnig verið kallaður þar til starfa nokkrum sinnum sem varadómari. Hann hefur hins vegar, eftir því sem ég best veit, aldrei starfað sem málflutnings- maður. Mikið held ég að hann hefði haft gott af einhverri reynslu af því „illræmda" starfi. 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.