Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Síða 27
Refsiheimildir verða að vera lögbundnar og skýrar. Það er meginregla við lögskýr-
ingu í íslenskum rétti, að virða beri ákærða í hag vafa um hvort refsiákvæði taki til
háttsemi (in dubio mitius). Þótt lesa megi út úr lögum nr. 81/1976 um veiðar innan
íslenskrar landhelgi, að ekki verði aðrir skipverjar en skipstjóri saksóttir fyrir fisk-
veiðibrot, segir hvergi berum orðum í lögunum, að skipstjóri skuli bera hlutlæga
refsiábyrgð. Samkvæmt framansögðu verður að telja, að refsiábyrgð skv. lögum nr.
81/1976 verði einungis byggð á sök, og skal ákærði þegar af þeirri ástæðu vera sýkn
af refsikröfu ákæruvaldsins í máli þessu.
Forsendur héraðsdómsins era kunnuglegar, enda byggja þær á sama grand-
vallarviðhorfi og ráða má af upphafsákvæði minnihluta Hæstaréttar í dóminum
frá árinu 1970, bls. 212. Þó verður að telja að forsendur héraðsdómsins séu til
muna skýrari varðandi beitingu þeirrar grandvallarreglu íslensks réttar að sak-
felling einstaklings í opinbera máli á hlutlægum grunni verði að byggjast á
skýra og ótvíræðu refsiákvæði í lögum.8 91 þessu efni má halda því fram að gera
verði ríkari kröfur til skýrleika hlutlægra refsiákvæða, en til annarra refsi-
ákvæða. Styðst þetta sjónarmið bæði við sterk laga- og efnisrök, enda um að
ræða undantekningu frá meginreglunni um hefðbundna tilhögun refsiábyrgðar
einstaklinga.
En hvaða þýðingu hafði sérstök tilvísun héraðsdómsins til ákvæða 2. mgr. 6.
gr. og 1. mgr. 7. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu? Að mati Jónatans Þórmunds-
sonar er tilvísun héraðsdómarans til 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans á
misskilningi byggð. Bendir hann á að í nefndu ákvæði sé sú réttarfarslega
grandvallarregla staðfest að ákæravaldið beri sönnunarbyrðina og að enginn
verði talinn sekur um refsivert brot, nema sekt hans sé sönnuð lögfullri sönnun.
Þessi regla gildi jafnt um hvers konar tilhögun refsiábyrgðar og útiloki einungis
refsiábyrgð, sem byggð sé á öfugri sönnunarbyrði.10 Héraðsdómarinn virðist vísa
til 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans til samræmis við atkvæði minnihlutans í
áðumefndum hæstaréttardómi frá 1970. Tilvísun minnihlutans árið 1970 var hins
vegar að líkindum byggð á því að sönnunarvafi væri fyrir hendi um hvort athafnir
skipstjórans gæfu til kynna einhvers konar saknæman eftirlitsskort, sem gæti
orðið grandvöllur að refsiábyrgð sökum óbeins athafnaleysis. Engum slfkum
sönnunarvafa var til að dreifa í málinu frá 1995 og því ónauðsynlegt og raunar
tilgangslaust að vísa til 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans.
í öðru lagi verður því haldið fram hér að tilvísun héraðsdómarans til 1. mgr.
7. gr. mannréttindasáttmálans hafi að öllum líkindum haft úrslitaáhrif á þá nið-
urstöðu hans að víkja frá skýrum fordæmum Hæstaréttar varðandi túlkun á
fiskveiðilögunum frá 1967 og 1976. Til þess er að líta að ákvæðið hefur að
8 í héraðsdóminum er vísað til 2. töluliðar 6. gr. og 1. töluliðar 7. gr. mannréttindasáttmálans, en
rétt er að vísa til málsgreina.
9 í dönskum rétti var þessi grundvallarregla viðurkennd í dómi Hæstaréttar Danmerkur frá árinu
1948 (U. 1948, bls. 849 H).
10 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð, 2. hluti, 2. útgáfa, bls. 137. Reykjavfk 1995.
21