Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Qupperneq 30

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Qupperneq 30
æðsta dómstóls landsins á því að almenna löggjafanum væri heimilt að kveða á um hlutlæga refsiábyrgð í settum lögum. í forsendum dóms Hæstaréttar frá 1995 er vísað til þess sérstaklega að ágreiningslaust hafi verið að skipstjórinn hafði ekki „gerst sekur“ um þann verknað, sem ákært var fyrir í málinu. Hæstiréttur virðist hér benda á þá óum- deildu staðreynd að skipstjórinn var sofandi í káetu sinni þegar hinar ólögmætu veiðar áttu sér stað og því hafi ekki verið um saknæma háttsemi hans að ræða í refsiréttarlegum skilningi. Frekari greining á forsendunum leiðir að öllum líkindum til þeirrar niðurstöðu að Hæstiréttur skýri orðasambandið „gerst sekur“ í 1. ml. 1. mgr. 69. gr. stjómarskrárinnar á þá leið að það áskilji að maður hafi framið refsivert athæfi af ásetningi eða gáleysi. Þar sem skipstjórinn svaf í káetu sinni þegar hinar ólöglegu veiðar áttu sér stað og vissi ekkert um atvikið taldi Hæstiréttur að áðurnefndur áskilnaður stjórnarskrárákvæðisins kæmi í veg fyrir sakfellingu skipstjórans á hlutlægum grunni. Vafasamt er að lagalega haldbær og rökrétt túlkun á orðasambandinu „gerst sekur“ í 1. ml. 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar heimili þann skilning, sem Hæstiréttur leggur til grundvallar í dóminum frá 1995. Hugtakið „sekur“ lýtur samkvæmt almennum skilningi að niðurstöðu dóms í opinbem máli, það er úr- lausn dómara um sekt eða sýknu sakbomings (Er sakborningurinn sekur eða saklaus?). Virðist þá efnisinntak hugtaksins samsvara réttarfarslegri merkingu þess, þ.e. þeirri aðstöðu þegar ákæruvaldið stendur frammi fyrir því að þurfa færa sönnur á hvort uppfyllt séu hlutræn og huglæg ábyrgðarskilyrði viðkom- andi refsiákvæðis, sem leiði til þess að dómaranum sé skylt að sakfella, sbr. 45.- 48. gr. laga nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála. Samkvæmt þessum við- tekna skilningi á umræddu hugtaki er sakborningur „sekur“ ef ákæmvaldinu tekst að sanna að skilyrði refsiákvæðisins, hlutlæg og/eða huglæg, séu fyrir hendi. Ef ákæruefnið lýtur að háttsemi, sem varðar refsingu samkvæmt hlut- lægu refsiákvæði, þarf ákæruvaldið einvörðungu að sanna að hin hlutrænu efnisskilyrði ákvæðisins séu uppfyllt. Takist ákæruvaldinu slík sönnun hefur sakborningurinn „gerst sekur“ um brotið, enda þótt ekkert liggi fyrir um hug- læga afstöðu hans. Af þessu leiðir að orðasambandið í fyrra málslið 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar felur engan veginn í sér skírskotun til meginreglunnar um saknæmi sakbornings, eins og hún endurspeglast í 18. gr. almenma hegn- ingarlaga nr. 19/1940. Þessari túlkun til frekari stuðnings er rétt að benda á að ákvæði fyrra málsliðar 1. mgr. 69. gr. stjómarskrárinnar á rót sína að rekja til 1. ml. 1. mgr. 7. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Þar segir í upphafi að „engan [skuli] telja sekan um afbrot...“.19 Þá styðst túlkunin að auki við erlenda fram- 19 Á það er þó að líta að orðalagsmunur er á ákvæðunum, en af athugasemdum greinargerðar með frumvarpi því er varð að stjómarskipunarlögum nr. 97/1995 má hins vegarráða að enginn efnismunur er á þeim, sjá hér Alþt. A-deild, 1994-1995, bls. 2095. Ákvæði 1. mgr. 7. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu í íslenskri þýðingu er svohljóðandi; „Engan skal telja sekan um afbrot hafi verknaður sá eða aðgerðaleysi, sem hann er borinn, eigi varðað refsingu að landslögum eða þjóðarétti þá framin voru. Eigi má heldur dæma mann til þyngri refsingar en lög leyfðu þegar afbrotið var framið“. 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.