Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 31
texta og þýðingar á umræddu ákvæði mannréttindasáttmálans, en í enska frum- textanum er að þessu leyti að finna orðasambandið „held guilty“20 og í dönsku þýðingunni „kendes skyldig".21 Túlkun Hæstaréttar á hugtakinu „sekur“ í dóminum frá 1995 felur aftur á móti í sér áður óþekkta og mun þrengri refsiréttarlega merkingu þess sem ígildi hug- taksins „saknæmi“ (ásetningur eða gáleysi). Niðurstaða réttarins leiðir til fremur varhugaverðrar takmörkunar á annars viðurkenndri tilhögun íslenskra refsi- ákvæða, enda virðist rétturinn telja að í hugtakinu felist sá skilningur stjómarskrár- gjafans að einvörðungu sé heimilt að refsa mönnum fyrir refsinæma verknaði, sem framdir em af ásetningi eða gáleysi. Hlutlæg refsiábyrgð einstaklinga sé þannig í andstöðu við fyrri málslið 1. mgr. 69. gr. stjómarskrárinnar. Refsiákvæði settra laga, sem kveða á um slíka tilhögun refsiábyrgðar, gangi því nú í berhögg við stjómarskrána. Með vísan til þeirra sjónarmiða, sem rakin hafa verið hér að fram- an um túlkun á umræddu ákvæði stjómarskrárinnar, er nú rétt að athuga sérstaklega hvaða sjónarmið kunna að hafa ráðið vali Hæstaréttar á þessum lögskýringarkosti. í fyrsta lagi er það miklum vafa undirorpið að túlkun Hæstaréttar eigi sér stoð í athugasemdum greinargerðar með fmmvarpi því er varð að stjórnarskip- unarlögum nr. 97/1995. Er þar ekki að finna nein merki þess að stjórnarskrár- gjafinn hafi með setningu ákvæðis 1. mgr. 69. gr. stjómarskrárinnar ætlað að takmarka möguleika almenna löggjafans á því að kveða á um refsiábyrgð ein- staklinga í hlutlægum refsiákvæðum. Með vísan til þess að ákvæði 1. mgr. 69. gr. stjómarskrárinnar sækir að meg- instefnu til innblástur sinn til ákvæðis 1. mgr. 7. gr. Mannréttindasáttmála Evr- ópu er í annan stað mikilvægt að kanna hvort lögskýring Hæstaréttar eigi sér stoð í dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu.22 Fyrst er hér vakin 20 Ákvæði 1. mgr. 7. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu samkvæmt enska frumtextanum er svo- hljóðandi: „No one shall be held guilty of any criminal offence on account of any act or omission which did not constitute a criminal offence under national or intemational law at the time when it was committed. Nor shall a heavier penalty be imposed than the one that was applicable at the time the criminal offence was committed". 21 Ákvæði 1. mgr. 7. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu í danskri þýðingu er svohljóðandi: „Ingen skal kendes skyldig i et strafbart forhold pá grund af en handling eller undladelse, der ikke udgjorde en forbrydelse efter national eller intemational ret pá det tidspunkt, da den blev begáet. Der kan heller ikke pálægges en strengere straf end den, der var andvendelig pá det tidspunkt, da lov- overtrædelsen blev begáet". 22 Túlkun Mannréttindadómstólsins á ákvæði 1. mgr. 7. gr. sáttmálans hefur einkum lotið að eftirgreindum tilvikum, sem þó skarast að einhveiju leyti innbyrðis: í fyrsta lagi hefur ákvæðinu verið beitt við mat á óljósum refsiákvæðum í rétti einstakra ríkja, sem talið er að hafi í för með sér afturvirk áhrif. í öðru lagi hefur ákvæðið verið túlkað þannig, að það áskilji að refsiákvæði séu lög- bundin í þrengri merkingu (meginreglan um lögbundnar refsiheimildir). í þriðja lagi hefur ákvæðið verið skýrt þannig, að það áskilji að refsiheimildir séu skýrar og aðgengilegar. I fjórða lagi hefur ákvæðið verið talið styðja þrönga lögskýringu refsiákvæða. f fímmta lagi hefur ákvæðið verið túlkað með tilliti til efnisinntaks hugtaksins refsinga. Sjá hér Lars Adam Rehof & Tyge Trier: Menneskeret, bls. 180-182. Jurist- og 0konomforbundets Forlag, Kaupmannahöfn 1990 og David J. Harris, Michael O'Boyle & Chris Warbrick: Law of the European Convention on Human Rights, Butterworths, bls. 275, Edinborg 1995. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.