Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Blaðsíða 39
sextán báta (og með honum heildartekjur), og talsverður gróði hefði myndast. Um miðjan áttunda áratug, þegar Islendingar höfðu fært fiskveiðilögsögu sína út í 200 mílur og gátu þess vegna sett reglur um nýtingu fiskistofna á íslands- miðum, tóku íslenskir hagfræðingar að benda á þennan vanda.6 Við ótakmark- aðan aðgang að fiskimiðunum var hugsanlegum gróða af þeim eytt í of mikinn kostnað, of marga báta. Hér neyðist ég til að gera langa sögu stutta, en eftir miklar umræður þóttu tvær aðferðir til að takmarka aðganginn að íslandsmiðum álitlegastar. Önnur var, að ríkið seldi útgerðarmönnum veiðiheimildir, til dæmis á uppboði, svo háu verði, að bátum fækkaði að því marki, að gróðinn af veiðunum yrði sem mestur. Eins og vandinn hefur hér verið settur fram, fæli þetta í sér, að bátum á miðun- um fækkaði úr sextán í átta. Þeir átta bátseigendur, sem best kæmust af, gætu greitt uppsett verð fyrir veiðiheimildirnar, en hinir átta, sem verr væru staddir, yrðu að hætta veiðum. Tveir helstu kostir þessarar aðferðar voru taldir, að hin nauðsynlega fækkun bátanna gengi greiðlega fyrir sig og ríkið fengi nýjan tekjustofn, svo að lækka mætti aðra skatta eða veita meira fé til þjóðþrifamála.7 Hin aðferðin til að takmarka aðganginn að íslandsmiðum var, að ríkið úthlutaði endurgjaldslaust til útgerðarmanna veiðiheimildum, sem þeir mættu síðan selja og kaupa að vild.8 Við úthlutunina væri miðað við veiðireynslu: Hefði bátur landað 10% heildaraflans næstu ár á undan, fengi hann heimild til að veiða 10% leyfilegs heildarafla hvers árs. Með öðrum orðum fengju bátarnir sextán í upp- hafi veiðiheimildir, sem nægt hefðu átta bátum. Eftir það hefðu þeir átta útgerð- 6 Bjarni Bragi Jónsson: „Auðlindaskattur, iðnþróun og efnahagsleg framtíð fslands" í Fjár- málatíðindum, 22. árg. 1975, 103.-122. bls. 7 Þorvaldur Gylfason hefur verið einn helsti formælandi þessa sjónarmiðs í ótal greinum, sem komið hafa út í fjórum greinasöfnum, Almannahagur, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 1990, Hagfrœði, stjómmál og menning, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 1991, Hag- kvœmni og réttlœti. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 1993 og Síðustu forvöð, Háskóla- útgáfan, Reykjavík 1995. 8 Tæpu ári áður en kvótakerfið var stofnað, hafði ég skrifað í greininni „The Fish War: A Lesson from Iceland" í Journal of Economic Affairs, 3. árg. 1983, 220.-223. bls., að fjórar lausnir væru hugsanlegar á ofnýtingarvandanum í íslenskum fiskveiðum: 1) miðstýrður sósíalismi, að ráðherra úthlutaði veiðiheimildum að eigin geðþótta, 2) markaðs-sósíalismi, að ráðherra seldi eða leigði veiðiheimildir, 3) alþýðu-kapítalismi, að veiðiheimildum yrði skipt á alla borgarana, sem mættu eiga þær eða selja, 4) séreignar-kapítalismi, að útgerðarmenn fengju í hendur framseljanlegar og varanlegar veiðiheimildir. Taldi ég síðastnefndu lausnina eðlilegasta. Orðrétt sagði ég: „The fourth solution is worth exploring. One advantage is that it is not as artificial as the second and the third. The market is not constructed. It is developed out of existing institutions. It simply consists in handing over responsibility to the fishermen themselves, in directing their self-interest to the preservation and, it is to be hoped, to the multiplication of the stock. The fishermen would not be „free riders“ any more; they would be owners". Árið 1990 gaf ég út bókina Fiskistofnamir við ís- land: Þjóðareign eða ríkiseign, Stofnun Jóns Þorlákssonar, Reykjavík, þar sem mælt var með end- urgjaldslausri úthlutun varanlegra og framseljanlegra veiðiheimilda, eins og gert hafði verið ráð fyrir í frumvarpi til laga um stjóm ftskveiða, sem lá þá fyrir Alþingi. Einn fyrsti formælandi þessarar leiðar var vafalaust Björn Dagbjartsson, „Þarf að stjóma fiskveiðum íslendinga?" í Ægi, 73. árg. 1980, 342.-344. bls. Einnig má nefna Jón Sigurðsson: „Stjóm fiskveiða" í Ægi, 72. árg. 1979, 583.-586. bls. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.