Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Qupperneq 41

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Qupperneq 41
Segjum, að skóli fái gjöf eða arf til eflingar skíðaíþróttinni meðal nemenda. Þetta á að gerast með ókeypis skíðaferðum. Nú á skólinn fjárhæðina. En eignarrétturinn er takmarkaður: Skólinn má ekki nota þennan sjóð til tölvukaupa eða til að gera við skólahúsið, þótt allir séu sammála um, að mun meiri þörf sé á hvoru fyrir sig en á skíðaferðum. Ókeypis skíðaferðir verða það að vera. A hinn bóginn dugir fjárhæðin ekki til, að farið sé með alla nemendur skólans í ókeypis skíðaferðir. Þær eru tak- mörkuð gæði. Skólastjórinn þarf að setja reglu. Það blasir við honum, að reglumar um notkun fjárins gætu verið ótalmargar. Til dæmis gæti hann haft happdrætti meðal nemendanna og vinningana ókeypis skíðaferðir. Segjum, að hann komist að þeirri niðurstöðu að nota peningana í skíðaferðir handa þeim börnum í skólanum, sem eiga allan skíðaútbúnað. Hann rökstyður reglu sína. Fyrst þessi börn eiga útbúnaðinn, hljóta þau að hafa meiri hug á skíðaferðum en hin. Þorsteinn segir síðan: En það blasir við, að reglan um skíðaferðir handa þeim einum, sem eiga skíði og annan búnað, er ranglát. ... Úthlutun veiðiheimilda til fiskiskipa eða útgerðarmanna þeirra þarf ekki að vera sambærileg við þetta skíðadæmi að öllu leyti. En hún virðist vera ranglát með hliðstæðum hætti og úthlutun skíðaferðanna til þeirra, sem eiga skíði. í báðum tilfellum eru hópar fólks, sem eiga greinilega sams konar tilkall til gæðanna - til dæmis í krafti áhuga síns á fiskveiðum eða skíðaferðum - og þeir, sem hreppa þau. Hvers vegna fengu sjómenn ekki veiðiheimildir? Það virðist einkar nærtækt, fyrst verið var að blanda veiðireynslu inn í málið. Hvers vegna ekki fisk- vinnslustöðvar í landi? Hver er sérstaða þeirra, sem eru skrifaðir fyrir skipum á ákveðnu árabili, miðað við þá, sem eiga og reka fiskvinnslustöðvar? Lifa ekki báðir og hrærast í fiski? Hvers vegna var ekkert skilið eftir handa nýrri kynslóð metnaðar- fullra ungra manna og kvenna, sem hafa hug á útgerð? Dreymir ekki ungt fólk í hverju sjávarplássi um eigin skip? Hvers vegna var miðað við þrjú ár, en ekki tíu eða tuttugu og fimm? Hvers vegna var ekki happdrætti um heimildirnar? Eða haldið uppboð á þeim? Eða hverju mannsbarni í landinu sendur hlutur í þeim til að versla með, ef það treysti sér ekki til að nota heimildirnar til veiða? Þorsteinn virðist vilja, að ríkið leigi eða selji veiðiheimildir í stað þess að leyfa útgerðarmönnum að nota þær og versla með þær að vild. 3. Lítum á dæmi Þorsteins Gylfasonar af skíðaferðum. Til þess eru fjórar ástæð- ur, að þær eru alls ekki sambærilegar við veiðiferðir á íslandsmið á þann hátt, sem hann vill vera láta. Tvær hinar fyrstu eru nátengdar. Eitt er það, að veiði- heimildum á Islandsmiðum var ekki úthlutað eftir skipaeign eins og skíðaferð- unum eftir skíðaeign, heldur eftir veiðireynslu, hlutfalli í heildarafla nokkurra næstu ára á undan. í annan stað fara menn í skíðaferðir sér til ánægju, en stunda veiðar á íslandsmiðum í atvinnuskyni. Verkefnið, sem við blasti, eftir að íslendingar tóku sér 200 mflna fiskveiðilögsögu, var að fækka fiskiskipum. Eins og málinu var lýst hér á undan, voru sextán bátar að veiða afla, þar sem 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.