Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Qupperneq 46

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Qupperneq 46
lyklaráð í Stjórnarráðinu - hefði stórum vænkast, því að það hefði nú fengið nýjan tekjustofn. Það fé, sem áður hefði verið notað til að gera út átta óþarfa báta, rynni nú að mestu leyti í ríkissjóð. Sóun hefði verið snúið í sparnað og sparnaði í ávinning. Málið er þó ekki svo einfalt. Ekki má gleyma þeim átta útgerðarmönnum, sem hefðu ekki getað greitt fyrir veiðiheimildirnar á hinu opinbera uppboði og skyndilega orðið að hætta veiðum. Hagur þeirra hefði stórversnað. Þeir sætu nú uppi með nær verðlaus skip, veiðarfæri, kunnáttu í veiðum og sölutækni. Ger- um nú ráð fyrir, að einn þeirra átta bátseigenda, sem orðið hefði frá að hverfa, krefði ríkið bóta fyrir þann rétt, sem hann hafði áður haft ásamt öllum öðrum til að veiða á Islandsmiðum, en hefði fyrirvaralítið verið af honum tekinn. Dómari, sem dæmdi eftir lögum og venjum á Islandi, kæmist vafalaust að þeirri niður- stöðu, að sjálf takmörkunin á aðgangi að fiskimiðunum hefði verið nauðsynleg og réttlætanleg. En hann hlyti líka að dæma bátseigandanum bætur fyrir þann mun, sem væri á hinu lága markaðsverði báts hans og veiðarfæra (í heimi, þar sem ofgnótt er fiskiskipa) og kaup- eða matsverði þessara hluta.19 Sennilega myndi hann enn fremur dæma honum einhvers konar biðlaun eða bætur fyrir þau laun, sem hann hefði misst við það að þurfa skyndilega að hætta veiðum, og hugsanlega líka bætur fyrir þá sérstöku kunnáttu og tækni, sem hann hefði tileinkað sér á langri starfsævi, en nú væri orðin verðlaus eða verðlítil.20 Að því 19 Sbr. Jónas Haraldsson: „Errétt að heimila veðsetningu aflaheimilda?" f Úlfljóti, 45. árg. 1995,203. bls. Skv. mati Jónasar, sem er lögfræðingur Landssambands íslenskra útvegsmanna, var markaðsverð skipa og báta um 20% hærra en brunabótamatsverð þeirra fyrir daga kvótakerfisins, en ekki nema 40- 60% af brunabótamatsverðinu, eftir að kvótakerfið hafði verið stofnað. 20 Sbr. 108. gr. veiðilaganna nr. 53/1957: „Nú hefur veiðieigandi, er veiði átti, áður en lög þessi komu til framkvæmda, misst hana með öllu fyrir þá sök, að lögin fyrirmuna honum að nota þá veiðiaðferð, er hann áður mátti einni við koma, og á hann þá kröfu til skaðabóta eftir mati“. Sbr. einnig Gauk Jörundsson: „Stjómskipuleg vemd aflahæfis, atvinnuréttinda og atvinnufrelsis" í Úlfljóti, 21. árg. 1968, 161.-189. bls„ þar sem rætt er um hæstaréttardóma í tveimur athyglisverðum málum. Annað málið reis vegnaþess, að sala áfengis var bönnuð með lögum nr. 44/1909. Vildu menn, sem sinnt höfðu slfkri sölu, fá skaðabætur vegna þess, að þeir væm sviptir atvinnuréttindum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu, að þeim bæm ekki skaðabætur, því að markmið laganna hefði ekki verið að svipta þá atvinnuréttindum, heldur að koma í veg fyrir sölu skaðsamlegs drykks. Þetta væri almenn regla, sem skerti ekki atvinnufrelsi umfram það, sem almannahagsmunir krefðust. Hitt málið reis vegna þess, að eldi sundmarða var bannað með lögum nr. 11/1951. Hæstiréttur dæmdi eiganda loðdýrabús bætur fyrir minkahús sitt, búr og tæki, en hafnaði kröfu hans um bætur fyrir atvinnuspjöll, þar sem ætlun löggjafans hefði verið að koma í veg fyrir skaða, sem hlytist af sundmarðaeldi. Af þessu er ljóst, að Hæstiréttur myndi dæma eiganda skips, sem hætta yrði veiðum, þar sem það hefði ekki veiðiheimildir, bætur fyrir það og sérhæfðan tækjabúnað til veiða. En myndi rétturinn dæma bætur fyrir missi at- vinnuréttinda? Sá munur er einmitt á fiskveiðum annars vegar og sölu áfengis og eldi sundmarða hins vegar, að óumdeilt er, að fískveiðar valda ekki skaða, nema skip að veiðum séu of mörg. En út- gerðarmennimir valda hverjir öðrum þeim skaða. Sá hópur, sem stundaði fiskveiðar, olli öðrum en sjálfum sér ekki skaða. Að mati löggjafans olli hins vegar sala áfengis og eldi sundmarða öðrum skaða. Það var þess vegna ekki eins réttmætt að stöðva atvinnustarfsemi helmings útgerðarmanna í nafni al- mannahagsmuna og það var að stöðva atvinnustarfsemi þeirra, sem fengust við sölu áfengis og eldi sundmarða. Af því leiðir, að Hæstiréttur kynni að dæma útgerðarmönnum sérstakar bætur fyrir svipt- ingu atvinnuréttinda, þótt hann hefði ekki dæmt seljendum áfengis og loðdýraræktendum slíkar bætur. 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.