Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Page 51

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Page 51
hugsuðir Vesturlanda hafa sagt. Fomgríski heimspekingurinn Aristóteles benti til dæmis á það í gagnrýni sinni á sameignarstefnu Platóns, að það, sem allir eiga, hirðir enginn um.28 Þeir heilagur Tómas frá Akvínó, John Locke, Davíð Hume og Adam Smith höfðu svipað að segja.29 9. Hin heimspekilegu rök Þorsteins Gylfasonar gegn kvótakerfinu era heldur veik, eins og hér hefur verið sýnt fram á. Því miður kemst ég ekki heldur hjá því að gagnrýna vinnubrögð hans. Þau eru óvandaðri en búast hefði mátt við af prófessor í heimspeki og skólabróður mínum frá Oxford-háskóla, þar sem lögð er áhersla á skipulega hugsun, skýrt mál og vönduð vinnubrögð, að minnsta kosti í doktorsnámi, eins og ég kynntist því.30 I máli Þorsteins er talsvert um mælskubrögð, stóryrði og sleggjudóma.31 Auk þess er hann ónákvæmur í orðnotkun og ályktunum. Hann vitnar til dæmis í fyrstu grein laganna frá 1990 um stjóm fiskveiða, þar sem segir, að nytjastofnar á Islandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar og að úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðirétt- indum. Síðan segir hann: „Samkvæmt þessari grein á þjóðin kvótann. Hann er þjóðareign“.32 En í þessari lagagrein segir allt annað, að nytjastofnar á íslands- miðum séu sameign íslensku þjóðarinnar. Þorsteinn gerir með öðrum orðum ekki greinarmun á veiðiheimildum annars vegar (kvótanum) og nytjastofnum á íslandsmiðum hins vegar. Þetta er þó sitt hvað. Af þeirri yfirlýsingu, að þorsk- 28 Politics, ii, 1261b, í The Basic Works ofAristotle, ritstj. R. McKeon. Random House, New York 1941. 29 St. Thomas Aquinas: Summa Theologiœ, latnesk og ensk útg., 37. bindi (de justitia) og 38. bindi (de injustitia), ritstj. Th. Gilby. Blackfriars, London 1975, sérstaklega 66. spuming í 38. bindi, 2. grein (Quæstio 66. de furto et rapina); John Locke: Ritgerð um ríkisvald, Atli Harðarson þýddi og samdi inngang. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavik 1986, sérstaklega V. kafli; Davíð Hume: A Treatise ofHuman Nature, Páll S. Árdal ritstj. Fontana/Collins, London 1972, sérstaklega m. bók, 2. hluti, 2. gr., sbr. Pál Árdal: Siðferði og mannlegt eðli. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 1982, 72.-75. bls.; Adam Smith: Rannsókn á eðli og orsökum auðlegðar þjóðanna, I,- m. bók, þýð. Þorbergur Þórsson, með inng. e. Hannes H. Gissurarson. Bókafélagið, Reykjavík 1997. 30 Þorsteini Gylfasyni virðist vera sérstaklega uppsigað við lögfræðinga. Hann ræðst t. d. á Ár- mann Snævarr í greininni „Að hugsa á íslcnsku", sem birtist fyrst í Skími 1972, en er endurprentuð í greinasafninu Að hugsa á íslensku, Mál og menning, Reykjavík 1996, 49. bls., og á Jón Steinar Gunnlaugsson í greinasafninu Tilraun um heiminn. Mál og menning, Reykjavík 1992, 120. bls. En þegar textar þeirra Ármanns og Jóns Steinars eru lesnir vandlega, sést, að árásimar em tilefnis- lausar með öllu. 31 Hann segir t. d., að réttlætiskenning Róberts Nozicks sé fírra (121. bls.) og að skilningur Þor- geirs Örlygssonar á þjóðareignarákvæði laganna um stjóm fiskveiða sé ef til vill góð og gild lög- fræði, en ekki heilbrigð skynsemi (119. bls.). Hann segir, að afgreiðsla Alþingis á fyrsta fmm- varpinu, þar sem gert var ráð fyrir kvótakerfi í botnfiskveiðum, hafi einkennst af fumi og fáti (126. bls.). Hann segir og, að markaðurinn fyrir veiðiheimildir sé ranglátur, þar sem forréttindi handhafa veiðiheimildanna séu þegin af ríkisvaldi, sem það hafi haft að verkfæri sínu (129. bls.). 32 Þorsteinn Gylfason: „Fiskur, eignir og ranglæti" í Réttlœti og ranglœti, 112. bls. 45

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.