Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Page 52

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1999, Page 52
stofninn á íslandsmiðum sé sameign íslensku þjóðarinnar, leiðir ekki nauð- synlega, að heimildir til að veiða þorsk, jafnvel varanlegar og seljanlegar heim- ildir, séu sameign íslensku þjóðarinnar. Verið getur, að þær séu alls ekki undir- orpnar eignarrétti eða að þær séu atvinnuréttindi, sem njóti nokkurrar og þó ekki fullrar verndar eignarréttarákvæðis stjómarskrárinnar, eins og þeir Sig- urður Líndal og Þorgeir Örlygsson hafa haldið fram.33 Þorsteinn Gylfason er líka ónákvæmur um staðreyndir. Hann nefnir á einum stað, að kvótakerfið íslenska sé ekki talið stuðla að þeirri hagkvæmni í fisk- veiðum, sem því hafi verið ætlað að gera.34 I neðanmálsgrein vitnar hann ekki í neinar rannsóknir um málið, heldur aðeins í áróðursgreinar í dagblöðum eftir bróður sinn, Þorvald Gylfason, og annan mann, þar sem engin gögn em lögð fram. Hafa þó nokkrar tilraunir verið gerðar til þess að meta árangurinn af kvótakerfinu, og hefur niðurstaðan jafnan orðið hin sama, að talsverð hagræð- ing hafi orðið vegna þess í sjávarútvegi.35 Þorsteinn getur þess á öðrum stað, að kvótakerfið freisti útgerðarmanna „til þeirrar sóunar að láta sjómenn kasta veiddum fiski í sjóinn“.36 I neðanmálsgrein vitnar hann í tvær ræður Kristjáns Ragnarssonar, formanns Landssambands íslenskra útvegsmanna, frá 1994 og 1995. En þar segir Kristján einmitt, að miklu minna sé að sínum dómi um brott- kast en margir hafi haldið fram! Hvað sem um það mál má segja, er þetta vill- andi, svo að ekki sé meira sagt. I þriðja lagi heldur Þorsteinn Gylfason því fram, að bandaríski heimspekingurinn Róbert Nozick geri „eignarréttinn að hinu eina réttlæti, þannig að brot gegn honum verði eina ranglætið“.37 Þetta er rangt, eins og sjá má af alkunnri bók Nozicks, Anarchy, State, and Utopia, þar sem Nozick tekur undir það, að réttlæti geti vikið eignarrétti til hliðar.38 (Dæmið, sem hann nefnir, er, þegar allir brunnar í eyðimerkurvin að einum undanteknum þoma skyndilega upp og eigandi brunnsins eina ætlar annaðhvort að neita öðrum íbú- um um vatn eða krefst fáránlega hás verðs fyrir það). Þetta síðastnefnda dæmi er því alvarlegra sem Þorsteinn Gylfason á að vita betur. Árið 1984 hafði Þor- 33 Sigurður Lfndal: „Nytjastofnar á íslandsmiðum - sameign þjóðarinnar" í Afmœlisrit. Davíð Oddsson fimmtugur, 792. bls. 34 Þorsteinn Gylfason: „Fiskur, eignir og ranglæti" í Réttlœti og ranglœti, 110. bls. 35 Sbr. t. d. Ragnar Árnason: „Property Rights as an Organizational Framework in Fisheries: The Cases of Six Fishing Nations" í B. L. Crowley (ritstj.): Taking Ownership: Property Rights and Fishery Management on the Atlantic Coast. Atlantic Institute for Market Studies, Halifax, Nova Scotia, 1996, 99.-144. bls., og Birgi Þór Runólfsson: „The Performance of the Icelandic Quota System" (erindi á ráðstefnu Sjávarútvegsráðuneytisins um „Individual Transferable Quotas in Theory and Practice" 20. nóvember 1998). 36 Þorsteinn Gylfason: „Fiskur, eignir og ranglæti" í Réttlœti og ranglœti, 110. bls. 37 S. r., 121. bls., og 32. nmgr. á 335. bls. 38 R. Nozick: Anarchy, State, and Utopia. Basil Blackwell, Oxford 1974, 180. bls. Sbr. líka F. A. Hayek: The Constitution of Liberty. Routledge and Kegan Paul, London 1960, 136. bls. Nozick hefur í mín eyru gert greinarmun á libertarianism, frjálshyggju, sem hann aðhyllist, og propert- arianism, séreignarstefnu eða sérhyggju, sem róttækir markaðshyggjumenn mæla fyrir. Einn þeirra er Murray Rothbard í ýmsum ritum, t. d. The Ethics ofLiberty. Humanities Press, Atlantic High- lands, New Jersey, 1982, sbr. ritdóm minn í Frelsinu, 4. árg. 1983, 84.-86. bls. 46

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.