Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Side 3

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Side 3
Tímarit löqfræðinqa 2. hefti • 49. árgangur júní 1999 FANGELSISMÁL Fyrir skemmstu hélt Dómstólaráð fræðslufund fyrir dómara og aðstoðar- menn þeirra um fullnustu refsidóma. Fundurinn var haldinn á Selfossi og fang- elsið á Litla-Hrauni heimsótt að honum loknum. Starfsmenn Fangelsismálastofnunar héldu fróðleg erindi, þar á meðal fang- elsismálastjóri, en settur fangelsismálastjóri stýrði fundinum. Afbrotafræðingur Fangelsismálastofnunar lýsti því að ástand fangelsismála hjá hverri þjóð gæfi yfirleitt glögga mynd af því á hvaða menningarstigi hún væri. Og spuming dagsins var m.a. sú hver væri staða fangelsismála á Islandi. Fangelsi á Islandi eru fimm talsins. Hegningarhúsið við Skólavörðustíg var tekið í notkun árið 1874, fangelsið á Litla-Hrauni árið 1929, Kvíabryggja árið 1954, fangelsið á Akureyri árið 1978 og fangelsið að Kópavogsbraut 18 árið 1989. Fangelsið á Litla-Hrauni er eitt deildaskipt. I fangelsunum eru samtals 138 fangarými. Fundardaginn 7. maí voru 92 fangar í afplánun. Þann dag vom því 46 rými ónotuð, sem er gleðilegt, og til stendur að loka einni deild á Litla-Hrauni yfir sumarmánuðina. A boðunarlista voru einungis 30 manns, en tíðkanlegt er að boða menn til afplánunar með rúmum fyrirvara. Þessi listi mun ekki hafa verið styttri í annan tíma. Flesta rekur minni til þess að ekki fyrir svo löngu var talað um yfirfull fangelsi hér á landi og langa bið þeirra sem áttu afplánun fyrir höndum. Sú bið var stundum svo löng að menn voru orðnir nýir og betri menn þegar röðin kom að þeim eða a.m.k. töldu sig það og hafa eflaust verið í mörgum tilfellum. Þess ber og hér að gæta að hafi fangelsisrefsing verið dæmd á annað borð er það talinn réttur þess sem refsingu hefur hlotið að mega afplána hana sem fyrst. Illu er best aflokið stendur þar. Hvað veldur þessari jákvæðu þróun? Ekki komu fram afgerandi skýringar á fundinum, en bent var á að með nýrri fangelsisbyggingu á Litla-Hrauni hafi fangarýmum fjölgað í heild um tuttugu. Þá var gerð nokkur

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.