Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 17
Að benda honum á að í raun hafi tækifærum hans fjölgað því hann njóti „miklu betri lífskjara en áður hefur þekkst“32 er í ætt við sjónhverfingar alræðissinna sem segja að frelsisskerðing sé í raun hið sanna frelsi. Fremur en að reyna að telja fólki trú um að möguleikar þess hafi ekki verið skertir með kvótakerfinu eigum við einfaldlega að gangast við þeirri einföldu staðreynd að slrk skerðing er óhjákvæmilegur fylgifiskur veiðitakmarkana, hvernig svo sem þau eru útfærð. En það þarf auðvitað ekki að vera óréttlátt. Sanngimin ræðst fremur af því hvað útvegsmönnum var afhent og hvort það skerti möguleika annarra til sjósóknar meira en ástæða var til. Höfuðatriðið í sambandi við þetta skilyrði er því sú spuming hvort útvegsmenn fengu meira en þeir áttu sanngjamt tilkall til eða ekki. Atli nefnir réttilega að hlutverk lög- gjafa í réttarríki sé að binda fastmælum þann rétt þegnanna sem skapast hefur í samfélaginu og setja lög til vamar honum. Spumingin er því sú hvort fiskveiði- löggjöfin hafi fært útvegsmönnum eitthvað umfram hinn hefðbundna rétt. Um þetta atriði segir Þorgeir Örlygsson: Ekki er hægt að segja, að rétthöfum veiðiheimildanna hafi við hina nýju lagasetningu verið fengin einhver þau afnotaréttindi í hendur, sem þeir ekki höfðu þegar við gildis- töku laganna. Hitt er eigi að síður ljóst, að ákveðnir þættir í útfærslu hins nýja kerfis hafa fært handhöfum þessara afnotaréttinda í hendur ýmsar heimildir, sem þeir ekki nutu áður, og er þar um að ræða heimildir sem almennt era taldar fylgja eignaryfir- ráðum eigenda. Réttarstaðan er því engan veginn sú sama og áður var. Er þar helst að geta þess nýmælis laganna, að veiðiheimildimar voru gerðar framseljan- legar, þ.e. þær geta gengið kaupum og sölum. Af því leiðir, að eftirleiðis eru kaup veiðiheimilda einasta leið þeirra, sem ekki höfðu veiðireynslu á viðmiðunarárunum, til að komast inn í kerfið.1 Með þessum löggemingi var löggjafinn því ekki að binda hefðbundinn rétt fastmælum heldur að færa útvegsmönnum heimildir jafngildar eignarrétti, verð- mæt forréttindi, sem þeir nutu ekki áður. Þar með voru möguleikar annarra skertir meira en skyldi. Lögfesting veiðiheimildanna 1990 uppfyllir því ekki heldur síðara skilyrði Lockes um réttmætt eignarnám. Samkvæmt því skilyrði hefðu lögin verið réttlát hefðu þau tryggt áunnin atvinnuréttindi sjómanna og útvegsmanna án þess að afhenda fámennum hópi útgerðarmanna fullan ráðstöfunarrétt yfir veiðiheimildunum sem þeir ekki höfðu áður. Einkavæðing auðlindarinnar verður því ekki varin með röksemdum siðfræði eignarréttarins. Hún var ranglátt eignamám. 4. NIÐURSTÖÐUR Röksemdir mínar hníga að því að fiskveiðikerfið sé ranglátt. Ranglætið stafar af vinnubrögðunum 1983/1990, og liggur í úthlutunarreglunni sem þá var 32 Sama, bls. 427. 33 Þorgeir Örlygsson: „Hver á kvótann?“, bls. 46. Leturbreytmg mín. 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.