Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 55
efnasamsetningu (Reinheitsgebot). Með dómi Evrópudómstólsins upp kveðnum þann 12. mars 198716 hafði verið dæmt að bann í þýskum lögum við markaðsetningu bjórs sem fluttur var inn frá öðrum aðildarríkjum EB og uppfyllti ekki kröfur laganna um efnasamsetningu væri andstætt 30. gr. Rómarsáttmálans (nú 28. gr.). Brasserie du Pécheur höfðaði í kjölfarið mál gegn þýska ríkinu og krafðist skaðabóta vegna tjóns sem fyrirtækið hafði mátt þola vegna hins ólögmæta banns á árunum 1981 til 1987. í máli Factortame lá fyrir eldri dómur þar sem Evrópudómstóllinn hafði komist að þeirri niðurstöðu að reglur breskra laga um ríkisborgararéttindi, búsetu og lögheimili eigenda og stjómenda fískiskipa væm andstæðar 52. gr. Rómarsáttmálans (nú 43. gr.).17 Factortame og fleiri félög, sem vegna strangra skilyrða laganna höfðu ekki fengið fiskiskip sín skrásett þar í landi og gátu þar af leiðandi ekki gert þau út, kröfð- ust skaðabóta úr hendi ríkisins vegna þess tjóns sem þau töldu sig hafa mátt þola fyrir vikið. Fyrir Evrópudómstólnum lá meðal annars að svara því hvort vanefndir af hálfu löggjafarvaldsins gætu varðað skaðabótaskyldu en dómstólum sem fóra með málin í Þýskalandi og Bretlandi vom settar þröngar skorður að landsrétti við því að fella bótaábyrgð á ríkið vegna athafna löggjafarvaldsins.18 Samkvæmt breskum lögum varð sá sem krafðist skaðabóta úr hendi ríkisins að sanna „misnotkun á opinberri stöðu“ (misfeasance in public offíce) en í Þýskalandi gat sá einn átt kröfu til bóta sem naut sérstakrar réttarvemdar samkvæmt lagareglu. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að reglan um skaðabótaskyldu aðildarríkis ætti við án tillits til þess hvaða þáttur ríkisvaldsins hefði gerst sekur um brot gegn EB-rétti. Sem dæmi um það að framkvæmdavaldshafi gerist sekur um vanefnd er Hedley Lomas20 en í því máli var ákvörðun stjómvalds talin andstæð Rómar- sáttmálanum. Atvik vom með þeim hætti að Hedley Lomas sótti um leyfi breska landbúnaðarráðu- neytisins til að flytja út kindur til slátmnar á Spáni. Var fyrirtækinu synjað um leyfíð þar sem yfirvöld töldu meðferð spænskra sláturhúsa á lifandi dýmm andstæða ákvæðum tilskipunar nr. 74/577 en hún kveður á um sérstaka meðferð dýra fyrir slátmn. Hedley Lomas, sem taldi sig hafa mátt þola tjón vegna ólögmætrar synjunar á útflutningsleyfinu, höfðaði í kjölfarið mál fyrir breskum dómstólum þar sem það krafðist annars vegar staðfestingar á því að synjun ráðuneytisins við beiðni um að veita nefnt útflutningsleyfi væri andstæð 34. gr. Rómarsáttmálans (nú 29. gr.) og hins vegar skaðabóta. Málið kom til umfjöllunar Evrópudómstólsins á gmndvelli 177. gr. Rómarsáttmálans (nú 234. gr.). Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að breska 16 Mál 178/84 Framkvœmdastjórnin gegn Þýskalandi [1987] ECR 1227. 17 Mál C-221/89 Factortame II [1991] ECR 1-3905. 18 Sjá Brasserie og Factortame, 6.-7. mgr. og 71.-73. mgr. og umfjöllun Walter van Gerven: „Bridging the Unbridgeable: Community and National Tort Laws after Francovich and Brasserie“. (1996) 45 I.C.L.Q., bls. 532-536. 19 Sjá um þetta umfjöllun Josephine Steiner: „The Limits of State Liability for Breach of European Community Law“. (1998) 4 European Public Law, bls. 94 o.áfr. Einnig má nefna al- menna umfjöllun Zweigert og Kötz um skaðabótareglur í germönskum og ensk-amerískum rétti: An Introduction to Comparative Law. Clarendon Press, Oxford 1987, bls. 638 o.áfr. 20 Mál C-5/94 The Queen gegn Ministry of Agriculture, Fisheríes and Food, ex parte Hedley Lomas (Ireland) Ltd. [1996] ECR 1-2553. 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.