Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 8
lætismarkmið hafi verið sniðgengið. Úthlutun þeirra gæða og byrða sem kvóta- kerfið felur í sér sé ósanngjöm. Ef til vill skjátlast fólki. En hvemig á að skera úr um það? Árangur í friðun fiskistofna og hagkvæmni má hvort tveggja mæla,2 en réttlæti eða ranglæti fiskveiðikerfisins verður ekki mælt með hefðbundnum aðferðum. Réttlæti lýtur ekki rökvísi afkasta og árangurs. En samt lýtur það rökum. Þau rök eru mis- munandi eftir því hvert viðfangsefnið er, en viðleitnin er jafnan sú sama: að svara því hvort hver og einn hafi fengið í sinn hlut það sem honum ber3 og að þeim, sem hafa sambærilega stöðu á tilteknu sviði, sé ekki mismunað. 2. í HVERJU FELST RANGLÆTIÐ? Margir gagnrýnendur núverandi skipunar hafa skirrst við að fjalla skipulega um ranglæti þess.4 Oftast bera menn fyrir sig að engin leið sé að gera einhlíta grein fyrir réttlátu kerfi vegna þess að fyrir því verði ekki færð hlutlæg vísindaleg rök. Eflaust er það rétt að ókleift sé að gefa fræðilega lýsingu á því fyrirfram hvað sé réttlátt fiskveiðikerfi. En ástæðan er ekki sú að réttlæti verði ekki rökstutt, heldur liggur hún í eðli málsins. Ágreiningur um réttlæti flókinna félagskerfa verður einfaldlega ekki leystur með slíkum hætti. Það er því alls óviðeigandi að gera þá kröfu til þeirra sem gagnrýna fiskveiðikerfið fyrir rang- læti að þeir verði að setja fram í staðinn einhlíta, réttláta heildarlausn. Aftur á móti má krefjast þess að þeir geri rökstudda grein fyrir ranglætinu. 2.1 Skiptareglan frá 1983 og 1990 Þegar skiptareglan, sem tekin var upp þegar kvótakerfið var innleitt, er lögð á vogarskálar réttlætisins má skipta rökunum fyrir meintu ranglæti hennar í tvennt. Annars vegar þarf að spyrja hvort sú aðferð sem beitt var til að komast að henni hafi verið sanngjöm; hins vegar verður að spyrja hvort hin efnislega niðurstaða og þau rök sem fyrir henni hafa verið færð standist skoðun. Fyrst um málsmeðferðina 1983. í lýðræðisríki ber löggjafanum að leitast við að móta almennar leikreglur með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Slíkar leikreglur eiga að gæta almannahags en ekki að hygla afmörkuðum hópi. Af þessum ástæðum er það vægast sagt tortryggilegt frá sjónarmiði réttlætis að þeim hópi sem mestra hagsmuna hefur að gæta í því máli sem lögin ná til sé látin lagasmíðin eftir. Það virðist þó hafa gerst í kvótamálinu.5 Afar skammur 2 Ekki er þar með sagt að niðurstöður mælinga setji niður allan ágreining. Gögn eru túlkuð á ýmsa vegu, ekki síst varðandi vistfræðilegan árangur kvótakerfisins sem er engan veginn augljós. 3 Sjá ritgerð Þorsteins Gylfasonar: „Hvað er réttlæti?“. Skímir 158 (1984), bls. 159-222. 4 Sjá til dæmis, greinar í ritunum Stjóm fiskveiða og skipting fiskveiðiarðsins. Ritstj. Gísli Pálsson, Ragnar Ámason og Öm D. Jónsson. Sjávarútvegsstofnun og Háskólaútgáfan 1992, og Hagsæld í húfi. Greinar um stjóm fiskveiða. Ritstjórar Þorkell Helgason og Öm D. Jónsson. Sjávarútvegs- stofnun Háskólans, Háskólaútgáfan 1990. 5 Halldór Jónsson: „Ákvarðanataka í sjávarútvegi og stjómun fiskveiða". Samfélagstíðindi 10 (1990), bls. 99-141. 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.