Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 27
löggjafinn lýsi því yfir að markmið hans með bótareglunum sé að tryggja fullar bætur. Löggjafinn verður í reynd að tryggja fullar bætur með afskiptum sínum. Það er löggjafanum hins vegar um niegn með setningu fastákveðinnar reikni- reglu, og verður honum ekki ámælt fyrir það. Ákvörðun um bótafjárhæð í þessu efni er einfaldlega ekki fallin til lögbindingar. Löggjafinn getur hins vegar sett ákvæði um lágmarksbætur. Sönnunarbyrði fyrir því, að viðleitni löggjafans til þess að tryggja fullar bætur hafi tekizt, verður að leggja á þá, sem því halda fram, þar á meðal á ís- lenzka ríkið, sem var einn vamaraðila í máli Andrésar Andréssonar. Sú sönnun tókst ekki, eins og raunar er viðurkennt í dómi Hæstaréttar. Það var ekki sannað í málinu, að reikniregla 6. gr. skaðabótalaganna tryggði tjónþola fullar bætur fyrir örorkutjón hans. Rétturinn fór hins vegar þá leið að leggja sönnunarbyrð- ina á tjónþolann og sagði ekki hafa verið sýnt fram á það í málinu, að lögin hafi ekki getað þjónað því markmiði að tryggja fullar bætur. Þær röksemdir, sem sérstaklega voru færðar fram til réttlætingar reglu 6. gr. skaðabótalaganna um hámark örorkutjónsbóta (einföldun og að forðast sveiflur á bótafjárhæðum vegna vaxtabreytinga) verða ekki taldar haldbærar eða mál- efnalegar í þessu sambandi, þó að sá tilgangur geti í sjálfu sér verið fram- bærilegur í öðru sambandi. Hið sama gildir um þær röksemdir, sem að öðru leyti voru færðar fram fyrir lögfestingu skaðabótalaganna, svo sem skjótari og ódýrari málsmeðferð, hagræðing, samræmi í bótaákvörðunum og jafnræði. Eignarréttarákvæði stjómarskrárinnar er ekki ætlað að tryggja þessi atriði. Það eru fullar bætur til tjónþola, sem stjómarskrárákvæðinu er ætlað að tryggja sam- kvæmt bemm orðum sínum, annað ekki. Er ekki unnt að fallast á, að leyfilegt sé að fóma því markmiði eða stefna því markmiði í hættu fyrir önnur markmið. Hér er því ekki haldið fram, að reglur núverandi skaðabótalaga um ákvörðun bóta fyrir fjártjón vegna varanlegrar örorku leiði aldrei til fullra bóta. Að sjálf- sögðu getur verið, að reglur þeirra leiði í einhverjum tilvikum til fullra bóta. Því er heldur ekki haldið fram, að með fyrri dómvenju hafi verið fundið hið end- anlega réttlæti við ákvörðun fullra bóta fyrir örorku. Svo var að sjálfsögðu ekki. Báðar leiðimar em ófullkomnar, og vel getur verið, að einhver enn önnur leið sé rökréttari. í því sambandi, sem hér um ræðir, er það aukaatriði. Aðalatriðið er, að ekki sé viðurkennd skerðing á svigrúmi dómstóla til mats á því í hverju einstöku tilviki, hvemig bezt verði tryggð virkni hins stjómarskrárvarða réttar tjónþola til fullra bóta. Það er engin önnur aðferð en túlkun dómstóla á ákvæði stjómarskrárinnar með hliðsjón af þrautreyndum reglum skaðabótaréttarins, sem kemst nær því að tryggja fullar bætur í hinum margbreytilegu tjónatilvik- um, sem upp koma. 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.