Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Side 27

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Side 27
löggjafinn lýsi því yfir að markmið hans með bótareglunum sé að tryggja fullar bætur. Löggjafinn verður í reynd að tryggja fullar bætur með afskiptum sínum. Það er löggjafanum hins vegar um niegn með setningu fastákveðinnar reikni- reglu, og verður honum ekki ámælt fyrir það. Ákvörðun um bótafjárhæð í þessu efni er einfaldlega ekki fallin til lögbindingar. Löggjafinn getur hins vegar sett ákvæði um lágmarksbætur. Sönnunarbyrði fyrir því, að viðleitni löggjafans til þess að tryggja fullar bætur hafi tekizt, verður að leggja á þá, sem því halda fram, þar á meðal á ís- lenzka ríkið, sem var einn vamaraðila í máli Andrésar Andréssonar. Sú sönnun tókst ekki, eins og raunar er viðurkennt í dómi Hæstaréttar. Það var ekki sannað í málinu, að reikniregla 6. gr. skaðabótalaganna tryggði tjónþola fullar bætur fyrir örorkutjón hans. Rétturinn fór hins vegar þá leið að leggja sönnunarbyrð- ina á tjónþolann og sagði ekki hafa verið sýnt fram á það í málinu, að lögin hafi ekki getað þjónað því markmiði að tryggja fullar bætur. Þær röksemdir, sem sérstaklega voru færðar fram til réttlætingar reglu 6. gr. skaðabótalaganna um hámark örorkutjónsbóta (einföldun og að forðast sveiflur á bótafjárhæðum vegna vaxtabreytinga) verða ekki taldar haldbærar eða mál- efnalegar í þessu sambandi, þó að sá tilgangur geti í sjálfu sér verið fram- bærilegur í öðru sambandi. Hið sama gildir um þær röksemdir, sem að öðru leyti voru færðar fram fyrir lögfestingu skaðabótalaganna, svo sem skjótari og ódýrari málsmeðferð, hagræðing, samræmi í bótaákvörðunum og jafnræði. Eignarréttarákvæði stjómarskrárinnar er ekki ætlað að tryggja þessi atriði. Það eru fullar bætur til tjónþola, sem stjómarskrárákvæðinu er ætlað að tryggja sam- kvæmt bemm orðum sínum, annað ekki. Er ekki unnt að fallast á, að leyfilegt sé að fóma því markmiði eða stefna því markmiði í hættu fyrir önnur markmið. Hér er því ekki haldið fram, að reglur núverandi skaðabótalaga um ákvörðun bóta fyrir fjártjón vegna varanlegrar örorku leiði aldrei til fullra bóta. Að sjálf- sögðu getur verið, að reglur þeirra leiði í einhverjum tilvikum til fullra bóta. Því er heldur ekki haldið fram, að með fyrri dómvenju hafi verið fundið hið end- anlega réttlæti við ákvörðun fullra bóta fyrir örorku. Svo var að sjálfsögðu ekki. Báðar leiðimar em ófullkomnar, og vel getur verið, að einhver enn önnur leið sé rökréttari. í því sambandi, sem hér um ræðir, er það aukaatriði. Aðalatriðið er, að ekki sé viðurkennd skerðing á svigrúmi dómstóla til mats á því í hverju einstöku tilviki, hvemig bezt verði tryggð virkni hins stjómarskrárvarða réttar tjónþola til fullra bóta. Það er engin önnur aðferð en túlkun dómstóla á ákvæði stjómarskrárinnar með hliðsjón af þrautreyndum reglum skaðabótaréttarins, sem kemst nær því að tryggja fullar bætur í hinum margbreytilegu tjónatilvik- um, sem upp koma. 93

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.