Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 37
um frjálst sönnunarmat dómara í málum þessum sem og reglan um frjálsa sönn- unaraðferð. Dómari sker úr því hverju sinni eftir mati á þeim gögnum sem hafa komið fram í máli, hvort staðhæfing um umdeild atvik teljist sönnuð, sbr. 44. gr. eml. nr. 91/1991. í forsjársviptingarmálum þarf að koma fram sönnun þess að eitt skilyrða 1. mgr. 25. gr. bamaverndarlaga sé uppfyllt og að auki séu skilyrði 2. mgr. 25. gr. laganna uppfyllt. Við mat á sönnunargildi framburða fyrir dómi verður að hafa í huga ákvæði 1. mgr. 57. gr. og 59. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Þannig verður dómari að meta hvort horf vitnis til máls eða aðila sé með einhverjum þeim hætti að það geti haft áhrif á sönnunargildi framburðar þess. Einnig hugar dómari að samræmi í frásögn vitnis, hagsmunum þess af málsúrslitum og afstöðu vitnis til aðila þegar hann metur sönnunargildi vitnisburðar. Nokkrar undantekningar eru frá reglunni um frjálst sönnunarmat. Þannig er regla opinbers réttar um að ákærði skuli ætíð njóta vafans dæmi um slíka undantekningu, þar sem mat dómara á því hvort sönnun er fram komin skal ávallt byggjast á því. Reglan er flestum kunnug, að betra sé að tíu sekir gangi lausir en að einum saklausum sé refsað. Ekki er unnt að nota sama sönnunarmat í dómsmálum er varða ógildingu forsjársviptingarúrskurða því að þá myndi reglan hljóða svo: Betra er að halda áfram vanrækslu tíu bama, en að svipta foreldri forsjá bams síns án nægilegrar ástæðu. Við sönnunarmat í málum þess- um verða dómarar því að vera sérstaklega á verði gagnvart þessum hugsunar- hætti, en einnig verður ætíð að hafa í huga hverjir eru aðilar dómsmálsins. Ef til vill hættir dómurum til að líta einungis á aðila málanna, forsjársviptir for- eldrar annars vegar og bamavemdaryfirvöld hins vegar. Hinir forsjársviptu for- eldrar eru þeir sem á er hallað í málunum, auðvelt er að samsama sig þeim og finna til með þeim sem telja sig hafa verið órétti beittir. Hér verða dómarar að staldra við og hafa í huga hvert andlagið er. Andlagið er bam sem oftast hefur þurft að búa við slæm uppeldisskilyrði og aðbúnað, hefur alist upp í vanhirðu og óreglu, eða verið beitt ofbeldi af hálfu foreldra. Þetta er sá raunveruleiki sem þeir þekkja sem fást við þessi mál. Samkvæmt núgildandi lögum á bamið ekki aðild að málinu og engan talsmann við rekstur dómsmálsins. Því er enn meiri hætta á að það gleymist um hvað málið raunvemlega snýst. Ekki má gera svo strangar sönnunarkröfur í þessum málum að sýna þurfi fram á að bamið hafi hlotið tjón af uppeldi og aðbúnaði sem foreldrar búa því. Meta þarf þau gögn sem fyrir liggja heildstætt. Þannig þarf m.a. að skoða hvemig fer um bamið í fóstri og hvaða afleiðingar það hefur fyrir bamið að flytjast aftur heim til foreldra. Sönnun þarf samkvæmt þessu fyrst og fremst að snúast um það hvort skilyrði forsjársviptingar hafi verið fyrir hendi og einnig og ekki síður að niðurstaða dómsmálsins, hver sem hún verður, þjóni hagsmun- um bamsins. Niðurstaðan skiptir sköpum fyrir líf og framtíð þess og við sönn- unarmatið verður alltaf að virða hagsmuni bamsins framar öllu öðru. Telja verður að sönnunarmatið sé strangara í málum sem varða forsjársvipt- 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.