Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 58

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 58
Ljóst er að samkvæmt orðanna hljóðan takmarkast 64.-66. málsgrein hins ráðgefandi álits við það tilvik að landsréttur hafi ekki verið réttilega lagaður að ákvæðum tilskipunar. Sú spuming vaknar því óhjákvæmilega hvort af þessu megi draga þá ályktun að skilyrði bótaskyldu séu önnur í tilvikum þegar ekki er urn að ræða þá aðstöðu, svo sem ef bótaskylda stofnast við það að landsréttur er ekki lagaður réttilega að efnisákvæðum meginmáls EES-samningsins. Dóma- framkvæmd Evrópudómstólsins gefur hins vegar tilefni til að ætla að skilyrði skaðabótaábyrgðar samningsaðila séu ávallt hin sömu, án tillits til „eðli þeirrar vanrækslu ríkisins á skuldbindingum sínum sem rekja má tjónið til“. Skilyrðin verði þó að laga að aðstæðum hverju sinni.27 Verður nú fjallað um hvert hinna þriggja skilyrða skaðabótaskyldu um sig og reynt að varpa frekara ljósi á það hvað í þeim felst eftir atvikum. 4.2 Réttur til handa einstaklingum Fyrsta skilyrði þess að aðildarrrki sé skaðabótaskylt er að regla sú sem brotið var gegn hafi verið til þess fallin að veita einstaklingum og þar með talið lögaðilum réttindi. Má ætla að þetta geti ýmist átt við í viðskiptum einstaklinga sín á milli eða í samskiptum þeirra við ríkisvaldið.28 Þess er áður getið að EFTA-dómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að EES-samningurinn sé þjóðréttarsamningur sérstaks eðlis (sui generis) og að honum sé í ríkum mæli ætlað að vera einstaklingum og aðilum í atvinnurekstri til hagsbóta. Má segja að í þessu felist ráðagerð um það að samningurinn hafi ekki einungis áhrif að þjóðarétti heldur einnig á stöðu einstaklinga. EES-réttur leggur einstaklingum skyldur á herðar, sbr. til dæmis samkeppnisákvæði 53. og 54. gr. samningsins, en samkvæmt þessu er honum jafnframt ætlað að veita þeim bein réttindi. LMega má gera þær lágmarkskröfur til reglna sem ætlað er að veita einstakl- ingum réttindi í þeim skilningi sem hér um ræðir, að annars vegar sé hægt að greina hvers eðlis réttindin séu (efni réttindanna) og hins vegar hver eigi að njóta þeirra (rétthafann). Gera má ráð fyrir að reglan eigi við hvort sem brotið er gegn ákvæðum meginmáls EES-samningsins eða afleiddra réttargerða svo sem reglugerða eða tilskipana. Skýrt dæmi um tilskipun í þessu sambandi er tilskipun nr. 80/987 en sá skilningur er staðfestur í ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins í máli Erlu samband med övertradelser av gemenskapsregler". (1996-97) 3 Juridisk Tidskrift, bls. 682-700; Malcolm Ross: „Beyond Francovich". (1993) 56 The Modem Law Review, bls. 55-73; Josephine Steiner: „The Limits of State Liability for Breach of European Community Law“. (1998) 4 European Public Law; Erika Szyszczak: „Making Europe More Relevant To Its Citizens: Effective Judicial Process". (1996) 21 E.L.Rev., bls. 351-364; Melchior Wathelet og Sean van Raepen- busch: „La Responsabilité des états membres en cas de violation du droit communautaire. Vers un alignement de la responsabilité de Tétat sur celle de la communauté ou Tinverse?11. (1997) Cahiers de droit Europeen, bls. 13-65. 27 Sameinuð mál C-178/94, C-179/94, C-188/94, C-189/94 og C-190/94 Erich Dittenkofer o.fl. gegn Þýskalandi [1996] ECR 1-4845. 28 Sjá um hið fyrmefnda mál C-91/92 Faccini Dori [1992] ECR 1-3325. 124
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.