Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 16
eingöngu afmörkuðum hópi útgerðarmanna, þótt þeir hafi verið burðarásar í sjávarútvegi, hver á sínum stað. Raunar hefur ranglæti jafnan einkennt þá sögu, því að útgerðarmenn hafa alla tíð fengið langstærstan hlut þess arðs sem auð- lindin hefur skapað. En það ranglæti varðar öðru fremur tekjuskiptingu í þjóð- félaginu sem samtök launþega hafa lengi barist fyrir að jafna. Nú er komin upp allt önnur staða, þar sem lýðræðislegar leikreglur launabaráttu mega sín einskis. Almenningur stendur frammi fyrir þeirri staðreynd að löggjafinn hefur afhent tiltölulega fáum útvegsmönnum þau gríðarlegu verðmæti sem felast í sam- eiginlegri auðlind þjóðarinnar. Þar með öðlaðist fámennur hópur forréttindi sem eiga sér ekkert fordæmi í þjóðarsögunni. Afhending framseljanlegra veiðiheimilda til skipseigenda uppfyllir ekki fyrra skilyrði Lockes fyrir réttmætu eignarnámi. En hvað með síðara skilyrðið? 2. þeir skerði hvorki kjör annarra frá því seni er né útiloki þáfrá því sem þeir hafa þá þegar. Um þetta atriði segir Atli Harðarson: Nú, undir lok tuttugustu aldar, má heita að fiskimiðin séu fullnumin. Þetta eignar- nám, ef svo má kalla það, hefur alls ekki skert kjör þeirra sem sinna öðru en sjósókn heldur þvert á móti bætt þau til mikilla muna. En það hefur á vissan hátt skert mögu- leika þeirra því þeir sem vilja hefja veiðar úr þessu verða að kaupa sér heimild til þess, rétt eins og þeir sem voru of seinir til að nema hér land urðu að kaupa sér það.30 Síðasta málsgreinin í þessum kafla gengur út frá því að um sanngjöm við- skipti sé að ræða. En þau viðskipti geta aldrei orðið sanngjörn vegna þess að seljendumir fengu endurgjaldslaust það sem kaupendur verða að gjalda fyrir dýru verði. Svo dýra verði að nánast einu aðilamir sem hafa ráð á að kaupa veiðiheimildir eru stór útgerðarfyrirtæki. Möguleikar venjulegs fólks til að hefja útgerð eru ekki bara skertir heldur að engu gerðir. Það er 1 íka þröngur skilningur á því að „skerða ekki kjör annarra“ að meta það eingöngu á efnahagslegum forsendum, eins og Atli virðist gera. Hannes Hólmsteinn Gissurarson vill túlka þetta skilyrði í anda Roberts Nozicks á þann hátt að tækifærum annarra sé ekki fækkað. Síðan segir hann: „Svo virðist sem kvótakerfið íslenska fullnægi fyrirvara Lockes. Þótt aðrir en handhafar kvót- anna séu vissulega sviptir tækifærinu til að veiða fisk, er af nógu öðm að taka fyrir þá. Þeir fá önnur tækifæri jafngóð eða betri“.31 Þetta er vafasamur mál- flutningur fyrir boðbera einstaklingsfrelsisins. Ef hugur einstaklings stendur til þess að hefja útgerð, og hann kemst að því að það sé ekki mögulegt, þá hafa lífskostir hans óneitanlega verið skertir miðað við kynslóðina á undan honum. 30 Atli Harðarson: „Hverjir eiga fiskinn?", bls. 416-417. 31 Hannes Hólmsteinn Gissurarson: „Auðlindaskattur í sögulegu ljósi“, bls. 427-28. 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.